Play kynnir nýjan áfangastað

Play flýgur til Glasgow frá og með 26. maí.
Play flýgur til Glasgow frá og með 26. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum til Glasgow í Skotlandi. Fyrsta flugið verður föstudaginn 26. maí en félagið mun fljúga fjórum sinnum í viku til Glasgow, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Glasgow mun tengjast að fullu við Norður-Ameríku leiðakerfi Play.

Tekur um tvo klukkutíma og 25 mínútur að fljúga frá Keflavík til Glasgow.

„Leiðakerfið okkar fyrir sumarið er stórglæsilegt og mun Glasgow styrkja það enn frekar. Við munum fljúga til hátt í fjörutíu áfangastaða sem gerir það að verkum að Íslendingar hafa úr miklu að velja til að komast á hagkvæman hátt erlendis. Glasgow styrkir þar að auki Norður-Ameríku leiðakerfið okkar enn frekar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í tilkynningu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert