Helgarferð til Köben mun ódýrari

Talsvert ódýrara er að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar frá …
Talsvert ódýrara er að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar frá Akureyri um helgina, en til Reykjavíkur. Samsett mynd

Rúm­lega helm­ingi ódýr­ara er fyr­ir Norðlend­inga að fara í helg­ar­ferð til Kaup­manna­hafn­ar en til Reykja­vík­ur um helg­ina. Ástæða þess er að flug­fé­lagið NiceA­ir sló veru­lega af far­gjaldi sínu til dönsku höfuðborg­ar­inn­ar um helg­ina, aðeins 25 þúsund krón­ur fram og til baka fyr­ir einn.

Flogið er frá Ak­ur­eyr­arflug­velli klukk­an 14:35 í dag og til baka á sunnu­dag.  

Sé helg­ar­ferð til Reykja­vík­ur frá Ak­ur­eyri bókuð í dag og fram á sunnu­dag kost­ar ódýr­asta ferðin 57.940 krón­ur. 

Af­slátt­ur NiceA­ir er þó ekki úr lausu lofti grip­inn líkt og Ak­ur­eyri.net greindi frá í gær. Vél fé­lags­ins, Súl­ur, er í viðhaldi í Portúgal og í millitíðinni hef­ur NiceA­ir fengið til af­nota stærri vél, A321. Sú vél er með 220 sæti og því var ákveðið að slá af verðinu á far­gjaldi til Kaup­manna­hafn­ar þessa helg­ina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert