48 tímar í Madríd

Madríd, höfuðborg Spánar, er skemmtilegur áfangastaður.
Madríd, höfuðborg Spánar, er skemmtilegur áfangastaður. Samsett mynd

Madríd, höfuðborg Spán­ar, er afar skemmti­leg borg. Þar er ótal margt hægt að sjá og upp­lifa, en það sem stend­ur kannski helst upp úr er ein­stak­ur arki­tekt­úr sem prýðir borg­ina og gef­ur henni mik­inn sjarma.

Það ættu all­ir að geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi í borg­inni sem býður upp á skemmti­lega afþrey­ingu, fjöl­breytta mat­ar­senu og ríka menn­ingu.

Að gera

Sigl­ing í Ret­iro-garðinum

Það er ómiss­andi að heim­sækja hinn fal­lega Ret­iro-garð í Madríd. Þar er margt að sjá og vel hægt vera þar klukku­tím­un­um sam­an og dást að guðdóm­legu um­hverf­inu. Í hjarta garðar­ins finn­ur þú stórt vatn, en þar er hægt að leiga lít­inn bát og sigla um vatnið. Þá er einnig sagt að við vatnið séu fal­leg­ustu sól­setr­in í Madríd. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Vitaliy Za­me­dy­anskiy

Strætó­ferð um hverfi borg­ar­inn­ar

Það verður ekk­ert skafið af því að rauðu strætó­arn­ir séu túrist­a­leg­ir, en með því að fara í skoðun­ar­ferð á fyrsta degi færðu betri yf­ir­sýn yfir borg­ina og sögu henn­ar. Þú get­ur hoppað í og úr strætón­um þegar hent­ar. Í lok ferðar­inn­ar ertu kom­in með mun betri til­finn­ingu fyr­ir borg­inni og því sem hún hef­ur upp á að bjóða. 

Að skoða

Kon­ungs­höll­in í Madríd

Kon­ungs­höll­in í Madríd er stærsta kon­ungs­höll Evr­ópu, en hún er hvorki meira né minna en 135 þúsund fm að stærð og stát­ar af 3.418 her­bergj­um.

Um­hverf­is höll­ina eru tveir und­urfagr­ir garðar sem eru áber­andi vel hirt­ir og snyrti­leg­ir. Í görðunum má sjá fjöl­breytt­ar plönt­ur og blóm, dýra­líf og fal­leg­an arki­tekt­úr. 

Ljós­mynd/​Unsplash/​Hern­an Gonza­lez

Basílica de San Frans­isco el Grande-kirkj­an

Þeir sem hafa áhuga á sögu, arki­tekt­úr og list­um verða ekki fyr­ir von­brigðum í þess­ari stór­merki­legu kirkju. Kirkj­an er staðsett í Palacio-hverf­inu í Madríd. Hún er hönnuð í nýklass­ísk­um stíl og var reist á seinni hluta 18. ald­ar. Í kirkj­unni má sjá mál­verk eft­ir veggj­um og í lofti eft­ir Zur­barán og Francisco Goya. 

Mat­ur og drykk­ur

Líf­ræn­ar pitsur og fal­leg hönn­un

Ef þú vilt al­vöru mat­ar­upp­lif­un með öll­um skiln­ings­vit­un­um þá er veit­ingastaður­inn Mo de Movi­mento full­kom­inn fyr­ir þig. Það er ótrú­leg upp­lif­un að stíga inn á staðinn sem var hannaður árið 2020 af arki­tekta­stofu Lucas Muñoz. 

Á staðnum er boðið upp á líf­ræn­ar pitsur og annað góðgæti sem borið er fram á fal­legu leirtaui. Ein­stök og óhefðbund­in hönn­un ein­kenn­ir staðinn sem er guðdóm­leg­ur í alla staði.

View this post on In­sta­gram

A post shared by FRAME (@framemagaz­ine)

Drykk­ur með al­vöru út­sýni

Efst á Riu Plaza-hót­el­inu finn­ur þú 360° þak­b­ar sem býður upp á stór­brotið út­sýni yfir borg­ina. Fáðu þér sæti með út­sýni yfir borg­ina og fylgstu með henni lýs­ast upp þegar fer að dimma með góðan drykk í hönd. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert