50 íslensk ungmenni geta unnið lestarferð um Evrópu

18 ára ungmenni geta unnið lestarpassa til þess að ferðast …
18 ára ungmenni geta unnið lestarpassa til þess að ferðast um Evrópu. Ljósmynd/Sebastian Terfloth

DiscoverEU, frumkvæðisverkefni Erasmus+, stendur nú að happdrætti ætluðu ungmennum sem eru 18 ára að aldri. Nú geta 50 íslensk ungmenni unnið lestarpassa til þess að ferðast um Evrópu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá landsskrifstofu Erasmus+ á Íslandi.

Markmið verkefnisins er að víkka sjóndeildarhring ungmenna og auðga líf þeirra. Þau sem eru dregin út fá einnig afsláttarkort á ýmsum gististöðum og veitingahúsum en hver og einn þarf sjálfur að sjá um að bóka gistingu og útvega sér fæði.

Flugmiði til meginlandsins innifalinn

Flugmiði fyrir vinningshafa til meginlands Evrópu er einnig innifalinn. Hægt er að skrá sig til leiks á vef DiscoverEU.

DiscoverEU stendur fyrir happdrætti sem þessu tvisvar á ári, að hausti og vori, og um 100 Íslendingar hafa nú þegar unnið lestarpassa með DiscoverEU.

Ísland tekur þátt í verkefninu í gegnum EES-samninginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert