Stjórnvöld í Indónesíu vilja gera það óheimilt að ferðamenn geti leigt sér lítil mótorhjól á eyjunni Balí. Balí er einn fjölsóttasti ferðamannastaður í heimi.
Á blaðamannafundi hinn 12. mars sagði landsstjóri Balí, Wayan Koster, að hann og stjórn hans hefðu hug á að koma í veg fyrir að ferðamenn ynnu ólöglega á eyjunni. Þar að auki sagðist hann vera með í pípunum frumvarp til að gera það ólöglegt fyrir ferðamenn að leigja mótorhjól, en mótorhjól eru vinsæll ferðamáti meðal ferðamanna sem og heimamanna á eyjunni.
Sagði hann að fyrirhugað væri að erlendir ferðamenn gætu aðeins leigt sér bíla til að aka um eyjuna.
Koster sagði ferðamenn stunda það að aka mótorhjólum án tilskilinna leyfa, eða með fölsuð leyfi. Sagði hann einnig að ferðamenn keyrðu glæfralega, oft án hjálma.