Þetta áttu aldrei að taka með þér í ferðalag

Það er mikilvægt að ferðast létt.
Það er mikilvægt að ferðast létt. Unsplash.com

Ferðasér­fræðing­ur­inn Rick Steves seg­ir að það sé eitt sem maður á aldrei að taka með sér í ferðalag. Far­ang­ur til þess að tékka inn. Þetta gild­ir um alla og all­ar aðstæður, al­veg sama hvað taut­ar og raul­ar.

Steves ferðast alltaf bara með hand­far­ang­ur og ekk­ert meir.

„Það hef­ur aldrei verið mik­il­væg­ara að ferðast létt. Tvær vik­ur, tveir mánuðir, vet­ur eða sum­ar, kona eða karl. Það skipt­ir ekki máli. Þú þarft bara eina hand­far­ang­ur­stösku,“ seg­ir Steves í Tra­vel+Leisure.

Steves hef­ur skrifað fjöld­an all­an af leiðsögu­bók­um og rek­ur fyr­ir­tækið Rick Steves Europe. Á hverju ári ferðast hann með hópa um heim­inn og þarf fólkið að sætta sig við að hafa bara hand­far­ang­ur með í för. Stærri tösk­ur eru ekki leyfðar.

„Ef maður ferðast létt þá lend­ir maður ekki í þessu dæmi­gerða flug­vall­ar­veseni. Það eru minni lík­ur á að far­ang­ur­inn týn­ist eða eyðilegg­ist. Þá get­ur maður auðveld­lega milli­lent án þess að hafa áhyggj­ur af því að far­ang­ur­inn kom­ist ekki á leiðar­enda,“ seg­ir Steves sem mæl­ir með að fólk fjár­festi í þar til gerðum pökk­un­ar­ein­ing­um (pack­ing cu­bes) sem auðvelda alla skipu­lagn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert