Play snýr aftur á einn mikilvægasta flugvöll Evrópu

Play snýr aftur til Schipol-flugvallar.
Play snýr aftur til Schipol-flugvallar. AFP

Flug­fé­lagið Play hef­ur hafið miðasölu á áætl­un­ar­ferðum til Schip­hol-flug­vall­ar í sum­ar. Fyrsta flug Play til Amster­dam verður 5. júní en flogið verður allt að fimm sinn­um í viku út októ­ber. Áætl­un­ar­ferðir Play verða á mánu­dög­um, miðviku­dög­um, fimmtu­dög­um, föstu­dög­um og sunnu­dög­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

Frá stofn­un Play hef­ur það verið for­gangs­mál að fá lend­ing­ar­leyfi á Schip­hol-flug­velli en hann hef­ur verið þétt­set­inn und­an­far­in ár og því erfitt að kom­ast þar að.

Schip­hol-flug­völl­ur er ein helsta sam­göngumiðstöð í Evr­ópu og verður því virki­lega mik­il­væg­ur fyr­ir tengiflugs­leiðakerfi Play á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Það á ekki bara við um að koma farþegum á milli heims­álf­anna tveggja held­ur er Schip­hol gíf­ur­lega mik­il­væg­ur flug­völl­ur fyr­ir alla vöru­flutn­inga. Play hef­ur lagt ríka áherslu á að auka um­svif sín í vöru­flutn­ing­um og munu áætl­un­ar­ferðir til Amster­dam hafa mjög já­kvæð áhrif á þá þróun.

Af­lýsa áætl­un sinni til Árósa

Þar sem Play bauðst lend­ing­ar­leyfi á Schip­hol-flug­velli í sum­ar mun fé­lagið á sama tíma af­lýsa áætl­un sinni til Árósa í Dan­mörku. Þetta er miður þar sem sala á miðum til Árósa hafði gengið vel en vegna mik­il­væg­is Schip­hol-flug­vall­ar fyr­ir áætl­un­ar­kerfi Play var þessi ákvörðun tek­in. Farþegum sem áttu bókað flug með Play til og frá Árós­um fá að sjálf­sögðu bók­un sína end­ur­greidda að fullu.

All­ir áfangastaðir eru nú komn­ir í sölu fyr­ir sum­arið en hátt í fjöru­tíu áfangastaðir verða í leiðakerfi Play í ár.

Play hélt áður úti áætl­un­ar­flugi til Schip­hol-flug­vall­ar í fjóra mánuði frá des­em­ber árið 2021 til mars árið 2022.

„Schip­hol-flug­völl­ur er þriðji stærsti flug­völl­ur Evr­ópu og því ákaf­lega mik­il­væg viðbót við leiðakerfi Play. Það er ekki hlaupið að því að fá lend­ing­ar­leyfi á flug­vell­in­um í dag. Þess vegna stukk­um við til þegar okk­ur bauðst lend­ing­ar­leyfi þar í sum­ar. Við von­umst að sjálf­sögðu til að geta boðið upp á áætl­un­ar­ferðir til Amster­dam allt árið og er þessi ákvörðun liður í því að koma okk­ur í þá stöðu. Mark­miðið okk­ar í ár er að auka hlut hliðartekna veru­lega í okk­ar rekstri og með því að taka stefn­una til Amster­dam erum við að setja okk­ur í frá­bæra stöðu til að gera það með vöru­flutn­ing­um,” seg­ir Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play, í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert