Var með mikla Tenerife-fordóma en dýrkar nú þessa eyju

Vala Húnbogadóttir féll fyrir Tenerife.
Vala Húnbogadóttir féll fyrir Tenerife. Ljósmynd/Samsett

Vala Húnbogadóttir lögfræðingur er forfallin útivistarkona. Eftir að hafa varið stærstum hluta fullorðinsáranna erlendis fluttist hún aftur til Íslands 2018 og hefur síðan þá varið miklum tíma uppi á fjöllum. Íslensk fjöll eru þó ekki þó einu sem heilla því nú elskar hún fjöllin á Tenerife svo mikið að hún ætlar að fara þangað með hóp af konum í haust. Hún játar þó að hafa verið með bullandi Tenerife-fordóma áður en heimsótti eyjuna. 

„Ég fór fyrst til Tenerife fyrir rúmum þremur árum. Ég var með mjög mikla fordóma áður en ég fór í mína fyrstu ferð. Ég hafði séð erlenda blaðamenn lýsa suðurhorni Tenerife sem ferðamannagettói. Ég heillaðist þó samstundis af eyjunni enda býður hún upp á gríðarlegan fjölbreytileika. Þar er hæsta fjall Spánar, El Teide, og þar eru einnig að finna tvö svæði á heimsminjaskrá UNESCO, Teide þjóðgarðinn og bæinn Laguna. Tenerife hefur ítrekað verið valið besta svæði Evrópu til að fara í gönguferðir á veturna, þó að landfræðilega séð sé eyjan vissulega ekki í Evrópu. Hægt er að velja á milli 173 gönguleiða og 43 verndarsvæði til að skoða,“ segir Vala. 

Síðastliðið ár hefur hún farið tvisvar sinnum til Tenerife með fjölskylduna gagngert til þess að kynna sér gönguleiðir á svæðinu. 

„Þar byrja ég alla mína morgna á að ganga upp á litla gíginn sem skilur að LasAmericas og LosChristianos. Gígurinn heitirChayofita og er um 100 metra hár. Gangan er því auðveld og hentar flestum. Á toppiChayofita er undursamlegt útsýni yfir suð-austurhornTenerife og þegar vel viðrar sést tilLaGomera og upp í fjallakonfektkassaTeide þjóðgarðsins. Hinu megin við LosChristianos erGuaza sem er fjall með góðum göngustígum en það er talsvert hærra enChayofita. Það er þó hægt að ganga upp á hrygginn neðan við tindinn sem vísar að sjónum og fá þar afar fallegt útsýni. Það fara einnig reglulegir strætisvagnar til bæjarins ElMédano en þar liggur einmitt MontanaRocha eða Rauða fjallið. Þaðan er hægt að sjá yfir tilGranCanaria þegar vel viðrar,“ segir hún. 

Náttúrufegurð Tenerife er mjög mikil að mati Völu.
Náttúrufegurð Tenerife er mjög mikil að mati Völu.

Hvað stendur upp úr í þessum ferðum?

„Það sem stendur upp úr okkar ferðum er þegar við fórum í fjallaþorpið Santiago del Teide og gengum í um 10 km með dætrum okkar, 7 og 9 ára, til Masca. Í Masca eru svo reglulegir strætóar aftur til Santiago del Teide. Fyrsti vagninn sem við ætluðum að taka var reyndar fullur þannig að við græddum tvo auka tíma í Masca sem er eitt fallegasta þorp sem ég hef komið í. Þetta er ganga sem hentar börnum vel og er talsvert styttri en einn göngudagur á Laugaveginum sem dætur okkar hafa báðar gengið. Okkur fannst nóg að vera í utanvegahlaupaskóm á þessari leið en það er smekksatriði og við sáum marga göngugarpa í hálfstífum gönguskóm.“

Hvað hefur komið þér mest á óvart í þessum ferðum?

„Það sem hefur komið mér mest á óvart viðTenerife er hversu margar og fjölbreyttar gönguleiðir eru á eyjunni.  Ég er í umræðuhópi áfacebook fyrir fólk með áhuga á fjallgöngum áTenerife og þar fæ ég gríðarlega margar hugmyndir og upplýsingar frá vönu göngufólki á svæðinu. Sumar gönguleiðir eru þannig að það þarf að bóka og panta leyfi einsog á ElTeide og íMascagljúfrið. Það er aldurstakmark fyrir gönguna íMascagljúfrinu og þátttakendum er úthlutað brottfarartími og hjálmur. Fyrir þannig göngur er gott að bóka í gegnum ferðaskrifstofu en margar aðrar gönguleiðir eru mjög auðveldar í framkvæmd.“

Á Tenerife er hægt að labba á stuttmermabol án þess …
Á Tenerife er hægt að labba á stuttmermabol án þess að verða kalt.

Nú ætlar Vala að taka Tenerife-göngubakteríuna lengra og fara með konur í göngu á eyjunni fögru við Afríkustrendur. 

„Ég fer næst til Tenerife í október sem fararstjóri í kvennaferð fyrir Bændaferðir. Þetta er fjallgönguævintýri með lúxus en mér finnst ekki hægt að fara með kvennahóp til Tenerife án þess að bæta við vínsmökkun. Það kom mér á óvart hversu fjölbreytt vínframleiðsla er á svæðinu. Við munum fara á hæsta fjall Spánar, El Teide, ganga niður Mascagljúfrið, fara á kayak og fleiri göngur ásamt því að taka nauðsynlegan hvíldardag. Ekki skemmir fyrir að gist verður á fullorðinshóteli með þaksundlaug og bæði morgun- og kvöldmatur er innifalinn. Ég hef í yfir tíu ár skipulagt hreyfiferðir fyrir mig og fjölskylduna og er gríðarlega spennt fyrir því að fá að ganga til liðs við Bændaferðir sem eru mjög framarlega í skipulagningu hreyfiferða og skíðaferða,“ segir hún. 

Vala er búin að smita dætur sína af fjallabakteríunni.
Vala er búin að smita dætur sína af fjallabakteríunni.
Dætur Völu gengu með henni í síðustu ferð og fóru …
Dætur Völu gengu með henni í síðustu ferð og fóru létt með það.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert