48 tímar í Barselóna

Ljósmynd/Pexels/Serkan Göktay

Það er ekki erfitt að heillast af Barselóna á Spáni. Borgin býður upp á hina fullkomnu blöndu af sólarlanda- og borgarferð svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Einstök hönnun og arkitektúr, lifandi menning, skemmtileg matarsena og rík saga heillar fjölda ferðamanna á ári hverju.

Að skoða

Güell-garðurinn

Fallegur gróður og stórbrotinn arkitektúr einkenna Güell-garðinn sem staðsettur er á Carmel Hill í Barselóna. 

Garðurinn, sem var samstarfsverkefni frumkvöðulsins Eusebi Güell og arkitektsins Antoni Gaudí, var byggður á árunum 1900 til 1914. Hann var formlega opnaður sem almenningsgarður árið 1926. 

Ljósmynd/Unsplash/Theodor Vasile

Sagrada Família-kirkjan

Það er eiginlega ekki hægt að fara til Barselóna án þess að heimsækja Sagrada Família-kirkjuna, einnig þekkt sem stærsta ófullgerða kirkja heims.

Kirkjan er meistaraverk arkitektsins Gaudí, en hönnun og stærð kirkjunnar hefur gert hana að einu helsta aðdráttarafli ferðamanna sem fara til Barselóna. 

Ljósmynd/Unsplash/Ale Di

Að gera

La Rambla

La Rambla er frægasta gata Barselóna. Hún er 1,2 kílómetrar að lengd og býður ferðalöngum upp á sjarmerandi blómabúðir, sælgætisbása og töfrandi bakkelsi.

Barceloneta-ströndin

Ströndin hefur allt sem þú þarft – góða sólbaðsaðstöðu, hlýjan sjó og skemmtilega veitingastaði allt í kring.

Ljósmynd/Unsplash/Travel Captures

Matur og drykkur

Matarmarkaður

La Boqueria er líklega með elstu mörkuðum Barselóna, en hann var opnaður árið 1217. Í dag er markaðurinn þó með örlítið öðruvísi sniði en til að byrja með. Þar eru yfir 200 básar með alls kyns mat- og drykkjarvöru og óhætt að segja að markaðurinn sé algjör paradís fyrir matgæðinga. 

La Papa

Þetta er staður sem gleður augað ekki síður en bragðlaukana. Þar er boðið upp á hollan, bragðgóðan og fallegan mat, bakkelsi og að sjálfsögðu kaffi. 

View this post on Instagram

A post shared by LA PAPA (@lapapabarcelona)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert