Flugfreyja deilir 5 bestu ferðaráðunum

Flugfreyjan Esther Sturrus starfar hjá hollenska flugfélaginu KLM.
Flugfreyjan Esther Sturrus starfar hjá hollenska flugfélaginu KLM. Skjáskot/Instagram

Flugfreyjan Esther Sturrus starfar hjá hollenska flugfélaginu KLM og hefur gist á hótelum um allan heim. Hún deildi nýverið bestu ferðaráðum sínum á TikTok sem hefur fengið góðar viðtökur.

Settu skó í öryggisskápinn

Á mörgum hótelum eru öryggisskápar þar sem gestir geta læst verðmæti sín inni. Sturrus mælir með því að setja skó í öryggisskápinn til að tryggja að þú munir ekki gleyma neinu. „Þú munt átta þig á því þegar þú ert á leiðinni út og átt bara eftir að klæða þig í skóna,“ segir hún.

Búðu til pláss með því að rúlla fötum upp

Flestir reyna að koma sem mestu fyrir í ferðatöskur sínar, en með því að rúlla fötunum upp getur þú búið til auka pláss. 

„Það er alltaf eins og það sé ekki nóg pláss í ferðatöskunni þegar maður pakkar fyrir ferðalag. Þess vegna er eitt besta ferðaráðið að rúlla fötunum þínum upp í stað þess að brjóta þau saman,“ segir Sturrus.

Sturrus hefur starfað sem flugfreyja frá árinu 2020, en það …
Sturrus hefur starfað sem flugfreyja frá árinu 2020, en það hafði verið langþráður draumur hennar að starfa í háloftunum. Skjáskot/Instagram

Finndu ódýrari flug með því að nota einkavafra

„Þessi fyrirtæki vita hversu oft þú heimsækir síðuna þeirra og munu venjulega hækka verðið vegna tíðra heimsókna þinna. Þess vegna mæli ég með því að nota einkavafra (e. private browsing), þá er ekki hægt að rekja þig,“ útskýrir Sturrus.

Vertu með afrit af vegabréfinu þínu

„Skannaðu vegabréfið þitt og sendu í tölvupósti til þín,“ segir Sturrus og bætir við að þetta sé eitt af mikilvægustu ráðunum að hennar mati. „Það að hafa sannanir fyrir því hver þú ert er mikilvægt þegar þú ferð í flug. Þetta á sérstaklega við ef þú verður fyrir tjóni eða ert rænd/ur,“ segir hún.

Notaðu sjónvarpið til að hlaða rafræktin þín

„Eitt nýstárlegasta ferðaráðið mitt er að hlaða raftækin mín í gegnum sjónvarp. Þetta er mjög gagnlegt ef þú hefur gleymt eða týnt innstungunni fyrir hleðslutækið þitt,“ útskýrir Sturrus.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka