Tvífari Sunnevu Einars nýtur sín í Barcelona

Megan Barton Hanson er stödd í sólinni í Barcelona á …
Megan Barton Hanson er stödd í sólinni í Barcelona á Spáni. Skjáskot/Instagram

Love Island-stjarnan og áhrifavaldurinn, Megan Barton Hanson, er stödd í hinni skemmtilegu Barcelona á Spáni um þessar mundir þar sem hún nýtur sín til hins ýtrasta. 

Hanson tók þátt í fjórðu þáttaröð raunveruleikaþáttanna vinsælu Love Island. Hún vakti sérstaka athygli hér á Íslandi þar sem glöggir áhorfendur voru ekki lengi að benda áhrifavaldinum Sunnevu Einarsdóttur á að þær væru sláandi líkar.

Yfir sig hrifin af Barcelona

Í vikunni hefur Hanson verið dugleg að deila ferðalaginu með aðdáendum sínum, en hún birti meðal annars skemmtilegt myndskeið þar sem hún heimsótti ferðamannastaði, fór að versla og kíkti á frumsýningu kvikmyndarinnar The Wedding. 

Af myndum að dæma var Hanson yfir sig hrifin af borginni, en hún birti einnig færslu með myndaröð sem vakti mikla lukku meðal fylgjenda hennar. „Barcelona. Þessi staður hefur svo rómantíska orku, eins og draumur ... ,“ skrifaði Hanson við myndaröðina, en þar leyndust nokkrar sjóðheitar myndir af henni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka