Play flýgur til Fuerteventura

Flugfélagið PLAY ætlar að fljúga með Spánarþyrsta Íslendinga á nýjan …
Flugfélagið PLAY ætlar að fljúga með Spánarþyrsta Íslendinga á nýjan áfangastað á Spáni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play mun hefja áætlunarferðir til Fuerteventura á Kanaríeyjum, í desember og er miðasalan þegar farin af stað.

Fuerteventura er sannkölluð paradísareyja sem mun heilla Spánarþyrsta Íslendinga en hún er líklegast þekktust fyrir tæran sjó, gylltar strendur og háar öldur sem eru fullkomnar fyrir brimbrettafólk. 

Fyrsta ferðin verður farin 20. desember 2023 en áætlunin mun ná fram yfir páska 2024, eða til 10. apríl, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka