Stefnir á safaríferð til Tansaníu

Katrín Tanja og Brook stefna á gott ferðalag í lok …
Katrín Tanja og Brook stefna á gott ferðalag í lok sumars.

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði þrítugsafmæli í vikunni. Hún æltar að halda almennilega upp á afmælið seinna á árinu með ævintýraferð með sambýlismanni sínum, Brooks Laich.

„Miðvikudagar eru æfingadagar hjá mér svo það er ekki mikið sem við getum gert í dag til að halda upp á daginn. En í júní verður Brooks fertugur svo við ákváðum að halda sameiginlega upp á 30+40 ára afmælin okkar með safaríferð í Tansaníu í ágúst. Það er búið að vera nr. 1 á „bucketlistanum“ mínum í mörg ár og ég er svo spennt að við séum loks að láta verða af því,“ greindi Katrín Tanja frá í viðtali í tilefni stórafmælisins í Morgunblaðinu í vikunni

Katrín Tanja verður í öruggum höndum en Brooks sem er var atvinnumaður í íshokkí í NHL-deildinni í 13 ár rekur ferðafyrirtæki sem sérhæfir sig í ævintýraferðum. „Í dag rekur Brooks ferðafyrirtækið sitt, World Playground, og fer í ótrúlegustu ferðir með fólk út um allan heim. Bara núna nýlega hefur hann farið í safaríferðir til Tansaníu, Maldíveyja og í siglingu í kringum Indónesíu. Ég hlakka mikið til að fá að fara með í þessar ferðir þegar ég er ekki að keppa lengur og hef tíma til. Þangað til þá dáist ég bara að úr fjarlægð.“

Katrín ásamt aðdáendum sínum en crossfit nýtur mikilla vinsælda.
Katrín ásamt aðdáendum sínum en crossfit nýtur mikilla vinsælda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert