Stefnir á safaríferð til Tansaníu

Katrín Tanja og Brook stefna á gott ferðalag í lok …
Katrín Tanja og Brook stefna á gott ferðalag í lok sumars.

Cross­fit-stjarn­an Katrín Tanja Davíðsdótt­ir fagnaði þrítugsaf­mæli í vik­unni. Hún ælt­ar að halda al­menni­lega upp á af­mælið seinna á ár­inu með æv­in­týra­ferð með sam­býl­is­manni sín­um, Brooks Laich.

„Miðviku­dag­ar eru æf­inga­dag­ar hjá mér svo það er ekki mikið sem við get­um gert í dag til að halda upp á dag­inn. En í júní verður Brooks fer­tug­ur svo við ákváðum að halda sam­eig­in­lega upp á 30+40 ára af­mæl­in okk­ar með safaríferð í Tans­an­íu í ág­úst. Það er búið að vera nr. 1 á „bucketlist­an­um“ mín­um í mörg ár og ég er svo spennt að við séum loks að láta verða af því,“ greindi Katrín Tanja frá í viðtali í til­efni stóraf­mæl­is­ins í Morg­un­blaðinu í vik­unni

Katrín Tanja verður í ör­ugg­um hönd­um en Brooks sem er var at­vinnumaður í ís­hokkí í NHL-deild­inni í 13 ár rek­ur ferðafyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í æv­in­týra­ferðum. „Í dag rek­ur Brooks ferðafyr­ir­tækið sitt, World Playground, og fer í ótrú­leg­ustu ferðir með fólk út um all­an heim. Bara núna ný­lega hef­ur hann farið í safaríferðir til Tans­an­íu, Maldív­eyja og í sigl­ingu í kring­um Indó­nes­íu. Ég hlakka mikið til að fá að fara með í þess­ar ferðir þegar ég er ekki að keppa leng­ur og hef tíma til. Þangað til þá dá­ist ég bara að úr fjar­lægð.“

Katrín ásamt aðdáendum sínum en crossfit nýtur mikilla vinsælda.
Katrín ásamt aðdá­end­um sín­um en cross­fit nýt­ur mik­illa vin­sælda.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert