Emmanuel Macron, forseti Fraklands, mætti hingað til lands vegna leiðtogafunar Evrópuráðsins. Hann er floginn aftur til síns heima en áður en hann fór aftur til Frakklands heimsótti hann eina helstu náttúruperlu Íslands – Þingvelli sjálfa.
Frakklandsforseti var eldsnemma á ferðinni því hann náði að heimsækja þennan sögufræga stað áður en landsmenn vöknuðu.
Dúi Landmark ljósmyndari og upplýsingafulltrúi í matvælaráðuneytinu birti mynd af þeim saman sem tekin var eldsnemma í morgun. Eins og sést á myndinni fór vel á með þeim.