Skóhönnuður opnar hótel í Portúgal

Herbergin eru björt og falleg.
Herbergin eru björt og falleg. Skjáskot/Instagram

Christian Louboutin er þekktastur fyrir glæsilega skó með rauða sóla. Nú hefur hann hannað hótel í Portúgal.

Hótelið er staðsett í Melides við Alentejo ströndina og er í 75 mínútna akstursfjarlægð frá Lissabon. 

Hótelið er hið glæsilegasta og franski sjarminn svífur yfir vötnum enda er Louboutin franskur að uppruna. Hann á þó heimili einnig í Brasilíu og Egyptalandi og bera húsgögn hótelsins þess glöggt merki. Hótelið heitir Vermehlo sem þýðir rautt og vísar til rauðu sólanna.

„Þetta hótel gerir mér kleift að tæma geymslur mínar sem eru fullar af forngripum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin. Þá er þetta líka tækifæri til þess að sýna fólki verk listamanna sem ég dáist að,“ segir Louboutin í viðtali við Sphere.

Nóttin þarna er þó ekki ókeypis en í sumar kostar hún frá 200 þúsund krónum. Það gæti því verið sniðugt fyrir þá sem eru að spara að gista annars staðar en borða kvöldmat á veitingastað hótelsins Xtian og upplifa stemminguna.

Hótelið er fallegt á að líta að utanverðu.
Hótelið er fallegt á að líta að utanverðu. Skjáskot/Instagram
Ljósakrónan í móttökunni er einstök.
Ljósakrónan í móttökunni er einstök. Skjáskot/Instagram
Hugað er að hverju smáatriði.
Hugað er að hverju smáatriði. Skjáskot/Instagram
Flísarnar eru fallegar og í stíl við sjarma Portúgals.
Flísarnar eru fallegar og í stíl við sjarma Portúgals. Skjáskot/Instagram
Takið eftir hurðinni sem er útskorin eftir listarinnar kúnstum.
Takið eftir hurðinni sem er útskorin eftir listarinnar kúnstum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert