Margeir og Karen ástfangin á Balí

Dj. Margeir og Karen Grétarsdóttir Serafini.
Dj. Margeir og Karen Grétarsdóttir Serafini. Ljósmynd/Facebook

Heit­asta plötu­snúðapar lands­ins, Mar­geir Ing­ólfs­son og Kar­en Grét­ars­dótt­ir, nýt­ur nú lífs­ins á Balí. Parið er af­skap­lega ást­fangið og hef­ur birt mynd­ir af sér á sam­fé­lags­miðlum úr ferðinni. 

„Þegar api biður um selfie með upp­á­halds DJ-unum sín­um, þá erum við ekk­ert að láta það trufla okk­ur,“ skrifaði Mar­geir á sam­fé­lags­miðla og birti mynd af þeim skötu­hjú­um kyss­ast með apa á milli sín. 

Hálf­gert vetr­ar­veður hef­ur herjað á landið að und­an­förnu en Mar­geir og Kar­en gerðu það eina rétta í stöðunni og flúðu í aðra heims­álfu. Maí er einn vin­sæl­asti mánuður­inn til þess að heim­sækja Balí. Um þess­ar mund­ir er hit­inn aðeins und­ir þrjá­tíu gráðum, mátu­legt bara!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert