Móeiður og Hörður í foreldrafríi á Bahamaeyjum

Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eru stödd í lúxus …
Móeiður Lárusdóttir og Hörður Björgvin Magnússon eru stödd í lúxus fríi á Bahamaeyjum. Skjáskot/Instagram

Það væsir ekki um knattspyrnumanninn Hörð Björgvin Magnússon og Móeiði Lárusdóttur, en þau eru stödd í sannkölluðu lúxus foreldrafríi á Bahamaeyjum. 

Hörður og Móeiður eiga saman tvær dætur, þær Matteu Móu og Mörlu Ósk. Þau hafa verið búsett víðsvegar um heim en eru í dag búsett í Aþenu í Grikklandi þar sem Hörður spilar með gríska knattspyrnufélaginu Panathinaikos. 

Móeiður hefur verið dugleg að sýna frá ferðalagi þeirra, en af myndum að dæma eru þau að njóta Bahamaeyja til hins ýtrasta. Það vantar ekki upp á fegurðina á hinni suðrænu eyju, en þar er orðið ansi heitt í maímánuði og er meðalhitinn um 29°C.

Þá birti Móeiður einnig glæsilega mynd af sér með yfirskriftinni: „Komin til paradísar.“

Móeiður og Hörður eru alsæl í foreldrafríinu.
Móeiður og Hörður eru alsæl í foreldrafríinu. Skjáskot/Instagram
Það vantar ekki upp á fegurðina á Bahamaeyjum.
Það vantar ekki upp á fegurðina á Bahamaeyjum. Skjáskot/Instagram
Glæsilegt útsýni yfir sundlaugina.
Glæsilegt útsýni yfir sundlaugina. Skjáskot/Instagram
Þau skelltu sér að veiða, en hér má sjá Hörð …
Þau skelltu sér að veiða, en hér má sjá Hörð og félaga hans með ansi stóran fisk. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert