Loreen í miðbæ Reykjavíkur

Loreen er komin til landsins.
Loreen er komin til landsins. mbl.is/Sonja Sif

Sigurvegari nýliðinnar Eurovision-keppni er staddur á Íslandi. Samkvæmt heimildum mbl.is hefur sést til hinnar sænsku Loreen í miðbæ Reykjavíkur, þar á meðal á Parliament-hótelinu við Austurvöll. 

Loreen sagði í viðtali við mbl.is á dögunum að hennar fyrsta ferð eftir Eurovision-ævintýrið yrði til Íslands. Ýjaði hún þar að væntanlegu samstarfi sínu við íslenskan tónlistarmann. Það eina sem hún vildi gefa upp var að hann héti Ólafur. 

Ólafur Arnalds gaf svo í skyn að hann væri hinn umræddi Ólafur, í Twitter-færslu sem hann birti sama dag og úrslit Eurovision-keppninnar fóru fram.

Spennandi verður að sjá hvort um réttan Ólaf er að ræða og hver afraksturinn af þessu samstarfi verður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert