Nýr veitingastaður opnaður á Keflavíkurflugvelli

Veitingastaðurinn Elda er nú opinn.
Veitingastaðurinn Elda er nú opinn. Ljósmynd/Aðsend

Veitingastaðurinn Elda Bistro hefur verið opnaður á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni.

SSP á Íslandi átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri tveggja veitingastaða á flugvellinum en von bráðar verður seinni staðurinn opnaður, Jómfrúin. SSP sérhæfir sig í veitingarekstri á flugvöllum og lestarstöðvum um allan heim og rekur m.a. Starbucks keðjuna á flugvöllum víða um heim.

Elda Bistro er nútímalegur og notalegur staður sem býður upp á hraða þjónustu, heita og kalda rétti, og hentar þannig fjölbreyttum hópi farþega á öllum tímum sólahringsins.

„Við höfum lagt mikið upp úr þróun og hönnun á öllum réttum Elda og fengum til liðs við okkur meistarakokkinn Snorra Victor Gylfason. Við bjóðum upp á klassíska rétti með íslensku ívafi sem ferðalangar geta gripið með sér eða þeir sest niður og pantað beint á borðið. Þá hlökkum við einnig mikið til að kynna Jómfrúna til leiks á flugvellinum von bráðar,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP á Íslandi, í tilkynningu.

Ljósmynd/Aðsend

Með opnun Elda Bistro og seinna Jómfrúarinnar á Keflavíkuflugvelli bætist SSP við flóru rekstraraðila í veitingarekstri á Íslandi. 

SSP Group reka veitingarými á flugvöllum í 36 löndum undir merkjum á borð við Yo!Sushi, Burger King, M&S og O‘Learys, sem Íslendingar ættu að kannast við. 

SSP hefur ráðið inn fjölda starfsfólks og sér enn fram á að þurfa að ráða inn að minnsta kosti 50-60 manns fyrir báða staðina.

Veitingastaðurinn Elda Bistro hefur verið opnaður á annarri hæð í norðurbyggingu Keflavíkurflugvallar, beint á móti útganginum úr Fríhöfninni. SSP á Íslandi átti hagkvæmasta tilboðið í útboði á rekstri tveggja veitingastaða á flugvellinum en von bráðar verður seinni staðurinn opnaður, Jómfrúin. SSP sérhæfir sig í veitingarekstri á flugvöllum og lestarstöðvum um allan heim og rekur m.a. Starbucks keðjuna á flugvöllum víða um heim.

 

Fjölbreytni og ferskleiki á Elda Bistro

Elda Bistro er nútímalegur og notalegur staður sem býður upp á hraða þjónustu, heita og kalda rétti, og hentar þannig fjölbreyttum hópi farþega á öllum tímum sólahringsins.

„Við höfum lagt mikið upp úr þróun og hönnun á öllum réttum Elda og fengum til liðs við okkur meistarakokkinn Snorra Victor Gylfason. Við bjóðum upp á klassíska rétti með íslensku ívafi sem ferðalangar geta gripið með sér eða þeir sest niður og pantað beint á borðið. Þá hlökkum við einnig mikið til að kynna Jómfrúna til leiks á flugvellinum von bráðar,“ segir Jón Haukur Baldvinsson, rekstrarstjóri SSP á Íslandi.

Fyrstu viðbrögð viðskiptavina Elda Bistro hafa verið vonum framar. Gestir hafa lofað matinn sem þann besta sem þeir hafa bragðað á flugvelli og SSP eru ánægð að geta boðið flugvallargestum upp á þetta fjölbreytta úrval rétta í fallegu umhverfi.

 

SSP sjá tækifæri á Íslandi

Með opnun Elda Bistro og seinna Jómfrúarinnar á Keflavíkuflugvelli bætist SSP við flóru rekstraraðila í veitingarekstri á Íslandi. Það eru mikil tækifæri í fjárfestingu í veitingarekstri á Íslandi og með fyrirsjáanlegri aukningu ferðamanna um Keflavíkurflugvöll eru aðstæður til blómlegs rekstrar fyrir jafn reynslumikinn aðila eins og SSP.

SSP Group reka veitingarými á flugvöllum í 36 löndum undir merkjum á borð við Yo!Sushi, Burger King, M&S og O‘Learys, sem Íslendingar ættu að kannast við. SSP leggur áherslu á að veita góða upplifun fyrir ferðalanga á ferðalagi, og þegar stór hluti af upplifun fólks á flugvöllum er matarupplifun, munu veitingastaðirnir Elda Bistro og Jómfrúin sjá til þess að ferðalangar fari saddir og glaðir í flug.

SSP hefur ráðið inn fjölda starfsfólks og sér enn fram á að þurfa að ráða inn að minnsta kosti 50-60 manns fyrir báða staðina.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert