Einkaþota Dan Bilzerian á Keflavíkurflugvelli

Pókerspilarinn og glaumgosinn Dan Bilzerian.
Pókerspilarinn og glaumgosinn Dan Bilzerian. AFP

Einkaþota glaumgosans Dan Bilzerian lenti á Keflavíkurflugvelli rétt í þessu. Þotan er svört á litinn og er merkt Ignite, vörumerki í eigu Bilzerian, á stélinu. 

Þotan sem um ræðir er af gerðinni Gulfstream G-IV og er metin á sex milljónir bandaríkjadala, eða sem nemur 845,4 milljónum króna á gengi dagsins í dag. 

Aðsend mynd af einkaþotu Bilzerian á Keflavíkurflugvelli.
Aðsend mynd af einkaþotu Bilzerian á Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Aðsend

Virðist vera hrifinn af Íslandi

Ekki er víst hvort kappinn sjálfur sé á landinu, en hann hefur þó tvisvar áður heimsótt Ísland. Árið 2019 fór hann meðal annars í jeppaferð um hálendið og heimsótti kraftlyftingarmanninn Hafþór Júlíus Björnsson. 

Þar áður kom Bilzerian til landsins árið 2016, en þá skellti hann sér á vélsleða á Langjökul og virtist hæstánægður með dvöl sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert