Icelandair flýgur til Færeyja

Icelandair tilkynnir í dag Færeyjar sem nýjan áfangastað.
Icelandair tilkynnir í dag Færeyjar sem nýjan áfangastað. Samsett mynd

Icelanda­ir til­kynn­ir í dag Fær­eyj­ar sem nýj­an áfangastað. Flogið verður fimm til sex sinn­um í viku frá 1. maí og út októ­ber á næsta ári. Flogið er í morg­un­flugi frá Kefla­vík­ur­flug­velli og teng­ist áfangastaður­inn því mjög vel inn í leiðakerfi Icelanda­ir í Kefla­vík. Flug­tími er ein klukku­stund og 45 mín­út­ur.

Fær­eyj­ar eru í mikl­um vexti sem ferðamannastaður enda hafa þær upp á margt að bjóða. Stór­brot­in og óspillt nátt­úra ein­kenn­ir eyj­arn­ar sem hafa lengi verið vin­sæll áfangastaður meðal Íslend­inga enda er þessi frændþjóð okk­ar þekkt fyr­ir ein­staka gest­risni og frá­bæra mat­ar­menn­ingu.

Fær­eyj­ar vax­andi áfangastaður

Icelanda­ir og fær­eyska flug­fé­lagið Atlantic Airways hafa einnig und­ir­ritað vilja­yf­ir­lýs­ingu um sam­starf enda liggja mik­il tæki­færi í að bjóða viðskipta­vin­um fé­lag­anna þægi­leg­ar teng­ing­ar á milli Fær­eyja og áfangastaða Icelanda­ir í Evr­ópu og Norður-Am­er­íku.

„Það er mjög ánægju­legt að kynna flug til Fær­eyja. Fær­eyj­ar eru vax­andi áfangastaður og við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga á flugi þangað hjá viðskipta­vin­um okk­ar um all­an heim. Tengsl Fær­ey­inga og Íslend­inga hafa alltaf verið mik­il og okk­ar von er sú að með auk­inni ferðatíðni muni þau tengsl og sam­vinna styrkj­ast enn frek­ar. Í þeim anda mun­um við nú hefja vinnu við að efla sam­starf okk­ar við Atlantic Airways. Við höf­um í gegn­um árin átt í góðu sam­starfi við fé­lagið en sjá­um mik­il tæki­færi í að efla það enn frek­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir.

„Hlut­verk Atlantic Airways er að tengja Fær­eyj­ar um­heim­in­um. Við höf­um átt í góðu sam­starfi við Icelanda­ir um ára­tuga­skeið og tengt Fær­eyj­ar við Ísland. Banda­rísk­ir ferðamenn eru vax­andi hóp­ur og mik­il­væg­ur fyr­ir fær­eyska ferðaþjón­ustu og þessi vilja­yf­ir­lýs­ing greiðir leiðina að því að tengj­ast bet­ur Íslandi og öfl­ugu leiðakerfi Icelanda­ir til Banda­ríkj­anna og Evr­ópu,“ seg­ir Jó­hanna á Bergi, for­stjóri Atlantic Airways.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert