53 ára í fantaformi á Jamaíka

Hin 53 ára Heather Graham er í fantaformi.
Hin 53 ára Heather Graham er í fantaformi. Samsett mynd

Á dögunum deildi leikkonan Heather Graham sjóðheitum bikinímyndum frá ströndinni á Jamaíka með fylgjendum sínum á Instagram.

Myndaröðin sló rækilega í gegn og virtist hitta beint í mark hjá aðdáendum leikkonunnar. Graham, sem er 53 ára gömul, klæddist hvítu bikiníi þegar hún stillti sér upp fyrir framan myndavélina. 

Leikkonan er stödd á Sandals South Coast sem er einn stærsti lúxusdvalarstaður í Jamaíka, en dvölin þar í þrjár nætur kostar allt frá 400 þúsund krónum til 1,4 milljóna króna.

Leikkonan er stödd á glæsilegu lúxushóteli.
Leikkonan er stödd á glæsilegu lúxushóteli. Ljósmynd/Booking.com

„Þakklát fyrir að verja tíma á þessari fallegu strönd með Feministafabulous,“ skrifaði hún við færsluna og þakkaði ljósmyndaranum kærlega fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert