Lækka verð á golfferðum um 100.000 kr.

Jóhann Pétur Guðjónsson lækkar verð á golfferðum í sumar.
Jóhann Pétur Guðjónsson lækkar verð á golfferðum í sumar. Ljósmynd/Samsett

GB Ferðir hafa ákveðið að lækka verð á golfferðum til Tenerife um 100.000 kr. vegna veðurs. Jóhann Pétur Guðjónsson, annar eigandi GB Ferða, segir að ferðaskrifstofan hafi ákveðið að lækka verðið vegna lakra skilyrða á íslenskum golfvöllum. 

„Okkur hefur tekist að lækka verðið á ótakmörkuðu golfi um 101.000 kr. á vikuferðum í allt sumar, júní, júlí og ágúst. Fólk ræður ferðadögunum og getur verið í tíu daga eða tvær vikur ef það hentar fólki betur. Pakkinn fer úr 300.000 kr. á mann í viku í 199.000 kr. og svo er golfbíll innifalinn allan tímann,“ segir Jóhann en allar ferðir eru seldar án flugs. Hann segir að bæði Play og Icelandair fljúgi beint mörgum sinnum í viku og því ætti að vera auðvelt að komast á staðinn. 

Hvers vegna er ástand á íslenskum golfvöllum svona slæmt? 

„Frostið í vetur fór sérstaklega illa með golfvellina og þeir eru að opna þremur til fjórum vikum seinna en vanalega. Margir golfvellir eru ekki búnir að opna fyllilega allar holur. Ástandið á golfvöllunum er sérstaklega slæmt í ár. Veður hefur áhrif á golfsumarið og þá sérstaklega hvernig veturinn er,“ segir Jóhann. 

Ef það er hægt að lækka verðið um 100.000 krónur núna, er þá ekki hægt að hafa það bara alltaf ódýrara?

„Nei, það er ekki hægt að hafa það alltaf svona lágt. Ég var þarna úti í síðustu viku og náði að semja fyrir okkar hönd við framkvæmdastjórann þarna. Þeir eru að koma til móts við okkur og sníða þennan pakka sérstaklega fyrir GB Ferðir. Svo erum við komin aftur í venjulegt verð í september. Frá september út apríl er ekki hægt að fá neina afslætti. Við náðum að keyra niður söluverðið núna en það er ekkert meitlað í stein. Þar þarf að berjast fyrir verðinu. Þetta er okkar framlag ef fólk er orðið þreytt á veðrinu heima og ástandinu á völlunum,“ segir hann. 

Gist er á Buena Vista Golf-hótelinu og segir Jóhann að það búi yfir miklum töfrum. „Þetta er mjög fallegt hótel í spænskum stíl. Það lítur út fyrir að vera á Kúbu eða einhvers staðar á þeim slóðum. Þetta er langbesti golfvöllurinn á Tenerife og mikill kostur að geta spilað eins mikið og fólk vill,“ segir hann. 

Jóhann segir að þetta sé besti golfvöllurinn á Tenerife.
Jóhann segir að þetta sé besti golfvöllurinn á Tenerife.
Völlurinn er alveg við ströndina.
Völlurinn er alveg við ströndina.
Á hótelinu er ævintýraleg sundlaug.
Á hótelinu er ævintýraleg sundlaug.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka