Gestir fá að upplifa vandaðan arkitektúr

Þetta hús er eftir FAT Architects og Grayson Perry.
Þetta hús er eftir FAT Architects og Grayson Perry. Skjáskot/Instagram

Fyrirtækið Living Architecture sérhæfir sig í hönnun og endurgerð húsa víðs vegar um Bretland sem eru síðan leigð út til almennings í styttri eða lengri tíma. Hægt er að gista í mjög vönduðum húsum á fallegum stöðum á borð við Kent, Wales og Essex.

Markmiðið er að vekja athygli á vönduðum arkitektúr og bjóða upp á frí sem veita annars konar upplifun í nálægð við náttúru og arkitektúr.

Fyrirtækið var stofnað af Alain de Botton árið 2006 en hann vildi auka veg og virðingu arkitektúr samtímans og veita um leið fólki tækifæri til þess að upplifa frábær frí í vel hönnuðu rými. 

Þetta hús er í Essex.
Þetta hús er í Essex. Skjáskot/Instagram
Hugsað er út í hvert smáatriði við hönnun húsanna.
Hugsað er út í hvert smáatriði við hönnun húsanna. Skjáskot/Instagram
Flísarnar á húsinu í Essex eru sérstakar.
Flísarnar á húsinu í Essex eru sérstakar. Skjáskot/Instagram
Húsin eru víða um England. Þetta er í Devon.
Húsin eru víða um England. Þetta er í Devon. Skjáskot/Instagram
Vinsælt er að gista í þessu húsi sem kallast Balancing …
Vinsælt er að gista í þessu húsi sem kallast Balancing Barn og er í Suffolk. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert