Sunneva og Sveppi sáu Harry Styles í Lundúnum

Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir og sjónvarpsstjarnan Sverrir Þór Sverrisson fóru á …
Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir og sjónvarpsstjarnan Sverrir Þór Sverrisson fóru á Harry Styles tónleika í Lundúnum í gærkvöldi. Samsett mynd

Í gærkvöldi steig tónlistarmaðurinn Harry Styles á svið á Wembley-leikvanginum í Lundúnum. Margir Íslendingar lögðu leið sína á völlinn til að berja stórstjörnuna augum, þar á meðal voru áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir og sjónvarpsstjarnan Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi.

Sunneva hefur verið dugleg að deila myndskeiðum frá kvöldinu, bæði á Instagram og TikTok, en hún fór á tónleikana ásamt vinkonum sínum þeim Birtu Líf Ólafsdóttur og Hildi Sif Hauksdóttur. 

@sunnevaeinars Harry we’re coming for ya! 💓🪩🍉 #harrystyles #hslot2023 ♬ original sound - Harry

Sunneva er hins vegar ekki sú eina sem hefur verið dugleg á TikTok heldur hefur leikarinn Gísli Örn Garðarsson slegið rækilega í gegn á miðlinum, en hann fór ásamt Sveppa og fríðu föruneyti á tónleikana eins og sjá má á myndskeiðinu. 

Það vantaði ekki upp á glamúrinn og litagleðina hjá leikrununum frekar en hjá áhrifavöldunum, en þau klæddu sig í anda Styles sem er þekktur fyrir litríkan og djarfan fatastíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert