5 fegurstu strendurnar í Portúgal

Ljósmynd/Unsplash/Hanvin Cheong

Það virðist allt stefna í að Portúgal verði afar vinsæll áfangastaður meðal Íslendinga í sumar, en þar er bæði hægt að upplifa einstaka borgarstemningu og töfrandi sólarlandafíling. Portúgal er stútfullt af glæsilegum ströndum, en landið er þekkt fyrir einstaklega fallegt og víðáttumikið landslag sem hefur heillað ófáa ferðalanga upp úr skónum.

Nýverið tók ferðavefur Travel + Leisure saman bestu strendur landsins og deildu með ferðaþyrstum lesendum. 

Praia do Camilo

Ströndin er staðsett í suðurhluta Portúgal, ekki svo langt frá borginni Lagos. Það er mikil upplifun að fara á ströndina, en ferðalangar þurfa að ganga niður nokkur hundruð tröppur til að komast á ströndina. Útsýnið á leiðinni gerir gönguna þó vel þess virði.

Ljósmynd/Unsplash/Junior

Zambujeira do Mar

Á milli Lissabon og Lagos finnur þú þessa fallegu strönd. Við ströndina finnur þú krúttlegar verslanir, dýrindis kaffihús og ótrúlega kletta. 

Ljósmynd/Unsplash/Alfonso Morais

Praia da Ursa

Ströndin þykir ein sú fegursta í Portúgal, en hún er jafnframt vestasta strönd meginlands Evrópu. Það getur verið krefjandi að komast að ströndinni þar sem þarf að fara niður bratta kletta, en þegar þangað er komið tekur óspillt náttúrufegurðin við.

Ljósmynd/Pexels/Artūras Kokorevas

Praia Ribeira do Cavalo

Að mati margra er þessi strönd eitt best geymda leyndarmál Portúgals. Hún er staðsett í miðjum Arrábida-náttúrugarðinum í innan við klukkutíma akstursfjarlægð frá Lissabon. Það getur þó einnig verið erfitt að komast að þessari strönd líkt og Praia da Ursa, en ferðamenn komast ekki þangað með bíl heldur þurfa þeir að ganga eða fara með bát til að komast þangað.

Ljósmynd/Unsplash/Michel Silva

Praia do Norte

Þessi strönd er vinsæl meðal brimbrettafólks, en hún er staðsett norðan Nazaré. Þó ströndin sé yndislegur staður til að liggja í sólbaði þarf að fara varlega í sjónum þar sem öldurnar er kröftugar og geta orðið ansi háar.

Ljósmynd/Unsplash/Tomás Evaristo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert