Flutti eftir að hafa farið einu sinni í helgarfrí

Sædís og Þórir tóku sig til og fluttu á Bakkafjörð.
Sædís og Þórir tóku sig til og fluttu á Bakkafjörð.

Þórir Örn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Nort­hEast á Bakkaf­irði, hef­ur átt þátt í að rífa upp stemn­ing­una á Bakkaf­irði að und­an­förnu ásamt konu sinni Sæ­dísi Ágústs­dótt­ur. Hann rek­ur meðal ann­ars ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki en stend­ur líka fyr­ir al­vöru ís­lenskri úti­hátíð í bæn­um í lok júní.

Það eru flest­ir hissa á því að ég flutti hingað bara fyr­ir fjór­um árum eft­ir að hafa komið hingað einu sinni í helg­ar­frí. Ég á konu og tvö lít­il börn í dag en við tengj­umst ekki Bakkaf­irði á neinn hátt,“ seg­ir Þórir um sjáv­ar­plássið sem hann er á góðri leið með að gera að heill­andi áfangastað ferðamanna.

„Við kom­um hingað að sumri til og þetta var al­veg ótrú­lega nota­legt. Síðan var kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn að skella á og ég var nátt­úr­lega leiðsögumaður þannig að okk­ur fannst bara heill­andi að koma hingað og ætluðum bara að stoppa stutt. Við leigðum hús til að byrja með og ég var að róa hérna á nokkr­um bát­um. Núna fjór­um árum seinna á ég tvö fyr­ir­tæki, rek þriðja og á tvö ein­býl­is­hús og hitt og þetta,“ seg­ir hann.

Þórir hef­ur verið í ferðageir­an­um í tíu ár en ákvað að ger­ast leiðsögumaður vegna þess að hann hef­ur brenn­andi áhuga á fólki. „Ég hef alltaf elskað að hitta nýtt fólk og viljað vera þar sem maður kynn­ist fólki alls staðar frá,“ seg­ir Þórir sem vann meðal ann­ars í einka­leiðsögn, þyrlu­brans­an­um og sem rekstr­ar­stjóri hjá hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæki.

Góð gönguleið er út að vitanum.
Góð göngu­leið er út að vit­an­um.

Halda Bakka­fest hátíðlega

Þórir og Sæ­dís sáu fram á að geta komið und­ir sig fót­un­um á Bakkaf­irði. „Það er ekk­ert orðið líft í Reykja­vík þegar kem­ur að fast­eign­um. Það er ekk­ert leynd­ar­mál að ég keypti 150 fer­metra ein­býl­is­hús hér með bíl­skúr og stór­um garði á átta millj­ón­ir. Síðan er þetta voða ró­legt og nota­legt. Það er ekk­ert stress,“ seg­ir Þórir.

Líf Þóris virðist reynd­ar ekki al­veg stress­laust enda í nógu að snú­ast hjá þeim en þau vilja hafa mikið að gera. „Við ákváðum að búa hérna og tók­um þátt í verk­efn­inu Brot­hætt­ar byggðir við að reyna að byggja upp ferðaþjón­ust­una. Við erum líka far­in af stað með úti­hátíð sem við verðum með í þriðja sinn í ár. Þetta er ákveðið verk­efni í að byggja upp sam­fé­lagið, sem var á hraðri niður­leið,“ seg­ir Þórir.

Hug­mynd­in að úti­hátíðinni Bakka­fest kom fyr­ir fjór­um árum á tjald­stæðinu á Bakkaf­irði sem parið rek­ur einnig. Þórir seg­ist hafa lofað ein­um ágæt­um Bakk­firðingi að halda úti­hátíð. „Bakka­fest var hald­in ári síðar og þá mættu 350 manns, sem er frá­bært miðað við að þetta sam­fé­lag er pínu­lítið. Bakka­fest er al­vöru ís­lensk tón­list­ar­hátíð. Það eru lopa­peys­ur og kú­reka­hatt­ar og það er sungið al­veg langt fram á nótt,“ seg­ir Þórir. Í fyrra mættu 450 manns. Hann seg­ir fólk alls staðar að koma á hátíðina, hvort sem það eru brott­flutt­ir Bakk­firðing­ar eða fólk sem hef­ur tengsl við Bakka­fjörð síðan í gamla daga þegar það vann í fiski eða á bát­un­um. Fólk úr nær­liggj­andi þorp­um hóp­ast líka inn á Bakka­fjörð og í fyrra kom fólk frá Reykja­vík og Ak­ur­eyri til að skemmta sér þar.

Hreindýrin eru í bakgarðinum.
Hrein­dýr­in eru í bak­g­arðinum.

Heill­andi ein­angr­un

Hvað er svona töfr­andi við Bakka­fjörð?

„Þetta er fal­in perla, það er frá­bært nátt­úru­líf, við heyr­um stund­um í hvöl­un­um þegar við stönd­um heima í eld­hús­inu. Hrein­dýr­in eru oft bók­staf­lega í bak­g­arðinum hjá okk­ur.“

Ferðamenn sem koma til Bakka­fjarðar eru meðal ann­ars að leita eft­ir kyrrðinni og ein­angr­un­inni og seg­ist Þórir gera út á það. Útivera er helsta afþrey­ing á svæðinu. „Það eru frá­bær­ar göngu­leiðir hér, góðar akst­urs­leiðir stutt frá okk­ur og lít­il sveita­sund­laug. Flest­ir sem koma til okk­ar segja að þetta sé eins og að kúpla sig út í smá stund, slappa aðeins af. Næst væri að opna „retreat“ á Bakkaf­irði.“

Þórir heyrir í hvölunum heiman frá sér.
Þórir heyr­ir í hvöl­un­um heim­an frá sér.

„Við erum með mjög fjöl­breytt úr­val af fal­leg­um göngu­leiðum hérna. Við mæl­um alltaf með göngu­leiðinni út að Digra­nes­vita, sem er klukku­tíma til eins og hálfs tíma ganga frá gisti­heim­il­inu okk­ar. Það er al­veg frá­bært út­sýni þar út frá.“

Þórir keypti bát í vet­ur. „Ég er far­inn að róa minna sjálf­ur. Ég á strand­veiðibát sem pabbi minn rær á. Ég er aðallega að sjá um vinnsl­una í landi og halda þessu rúllandi inni á Bakkaf­irði,“ seg­ir Þórir. „Það hef­ur sína kosti að vera með fisk­vinnslu og veit­ingastað hlið við hlið. Yfir sum­ar­tím­ann erum við með opið alla daga, all­an dag­inn,“ seg­ir Þórir.

Held­urðu að fólk sé upp­götva Bakka­fjörð núna?

„Já, við erum að verða upp­bókuð út sum­arið sem er frá­bært miðað við að við opnuðum ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækið í maí í fyrra. Við bjugg­umst við ró­legu sumri í fyrra sem var alls ekki. Við erum að sjá 40 pró­sent aukn­ingu,“ seg­ir Þórir. Á gisti­heim­il­inu eru er­lend­ir ferðamenn 80 til 90 pró­sent þeirra sem koma til þeirra. Á tjald­stæðinu er einnig mik­ill fjöldi er­lend­ir ferðamenn og koma marg­ir úr Nor­rænu, Bakka­fjörður er þá yf­ir­leitt þeirra fyrsta stopp.

Þórir stendur fyrir alvöru útihátíð á Bakkafirði.
Þórir stend­ur fyr­ir al­vöru úti­hátíð á Bakkaf­irði.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert