Sunneva sleikir sólina með vinkonunum í Frakklandi

Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Birta Líf Ólafsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og …
Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Birta Líf Ólafsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og Eva Einarsdóttir glæsilegar á sundlaugabakkanum í Frakklandi. Samsett mynd

Vinkonurnar Sunneva Einarsdóttir, Birta Líf Ólafsdóttir, Jóhanna Helga Jensdóttir og Eva Einarsdóttir hækkuðu vel í hitanum þegar þær mættu til Nice í Frakklandi í gær, þriðjudag.

Þær voru ekki lengi að deila fyrstu myndunum frá ferðinni, en þær eyddu deginum á sundlaugabakkanum og voru að sjálfsögðu allar í stíl. Vinkonurnar birtu sjóðheitar sundfatamyndir á Instagram í gær og óhætt að segja að ferðin byrji vel. 

Þriggja tíma bið eftir Skims-sundfötum

Hlaðvarpsdrottningarnar Sunneva og Birta eru nýkomnar frá Lundúnum þar sem þær sáu stórstjörnuna Harry Styles trylla lýðinn og gæddu sér á Prada-bakkelsi á lúxuskaffihúsi. Þær stoppuðu stutt í sólarleysinu á Íslandi áður en þær héldu aftur á vit ævintýranna, nú til Frakklands.

Þær nýttu tímann í Lundúnum einnig til að kaupa sér ný sundföt fyrir Frakklandsferðina, en þær gerðu sér ferð í pop-up búð raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, Skims. Þegar þangað var komið þurftu þær hins vegar að bíða heillengi eftir aðstoð og voru allt annað en ánægðar með hve fáar flíkur þær gátu keypt.

@tebodid

let us know ef þið viljið Haul 💗💕👙

♬ original sound - Teboðið

Allar í bleiku

Af myndum að dæma virðast sundfötin sem þær nældu sér í frá Skims þó hafa verið biðinnar virði, en þær virtust alsælar þegar þær frumsýndu sundfötin á sundlaugabakkanum í Nice. Þær Jóhanna og Eva voru að sjálfsögðu líka í bleikum sundfötum í sólinni.

View this post on Instagram

A post shared by Birta Líf (@birtalifolafs)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert