17 milljónir horft á myndbönd Ásu af eldgosinu

Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir með eldgosið við Litla-Hrút í bakgrunni.
Ferðaljósmyndarinn Ása Steinarsdóttir með eldgosið við Litla-Hrút í bakgrunni. Ljósmynd/Ása Steinars

Ferðaljós­mynd­ar­inn Ása Stein­ars­dótt­ir var stödd á Höfn í Hornafirði og var ný­kom­in í sum­ar­frí þegar eld­gos hófst við Litla-Hrút. Síðastliðna daga hef­ur Ása því verið önn­um kaf­in við að ná mynd­efni af eld­gos­inu, en mynd­bönd henn­ar af gos­inu hafa þegar fengið yfir 17 millj­ón­ir áhorfa á sam­fé­lags­miðlum. 

Blaðamaður ferðavefs mbl.is sló á þráðinn hjá Ásu sem deildi upp­lif­un sinni af gos­inu á skemmti­leg­an máta. 

Þrátt fyr­ir mikla spennu seg­ist Ása hafa tekið því ró­lega þegar hún frétti af gos­inu, en hún fór ekki á staðinn fyrr en Al­manna­varn­ir höfðu gefið grænt ljós dag­inn eft­ir. „Við vor­um frek­ar ef­ins með að fara því vind­átt­in var mjög óhag­stæð og reykn­um blés beint á göngu­leiðina. Við ákváðum að fara á fjalla­hjóli til að reyna að kom­ast í gegn­um reyk­inn eins hratt og við gát­um, en þetta tók al­veg á,“ seg­ir Ása, en á tíma­bil­um þurfti hún að setja upp gasgrímu vegna reyks og meng­un­ar. 

Ása lýs­ir leiðinni að gos­inu sem langri en þó nokkuð jafn­sléttri. „Það er búið að setja lausa­möl við slóðann þannig hjól­in voru svo­lítið að spóla þar. Á tíma­bili vor­um við að hjóla á sama hraða og göngu­fólk og hugsuðum út í að skilja hjól­in eft­ir, en svo batnaði slóðin,“ seg­ir Ása og bæt­ir við að þau hafi þó þurft að ganga síðustu tvo kíló­metr­ana. 

„Göngu­leiðin er í suðri og voru aðstæður erfiðar vegna norðanátt­ar, en það var gíf­ur­lega mik­ill reyk­ur og meng­un á tíma­bil­um. Ég var því frek­ar hissa að þeir skyldu opna göngu­leið í suðri þegar það var norðanátt í viku. Fólk sem fer hægt yfir er ansi lengi í miðjum reykn­um og við vit­um ekki al­veg hvaða lang­tíma­áhrif það get­ur haft á heils­una,“ seg­ir Ása.

Ása segir leiðina til baka hafa verið mun auðveldari, en …
Ása seg­ir leiðina til baka hafa verið mun auðveld­ari, en þá hafi þau verið með vind­inn í bakið og verið mun sneggri yfir. „Í heild­ina þá var þetta ótrú­lega skemmti­legt og tók vel á,“ seg­ir hún. Ljós­mynd/Á​sa Stein­ars

Ávana­bind­andi að upp­lifa eld­gos 

Ása seg­ist ætla að bíða ró­leg með að fara að gosstöðvun­um gang­andi aft­ur þar til þær verða opnaðar aft­ur, en hún fór hins veg­ar með þyrluflugi yfir gosið síðastliðinn fimmtu­dag og lýs­ir því sem magnaðri upp­lif­un. 

„Við flug­um yfir nýja gosið og líka tvö síðustu gos þar sem við sáum eft­ir­stöðvar þess. Þegar við flug­um yfir gosið fund­um við hit­ann inn í þyrluna. Við sáum líka fólk á gosstöðvun­um sem hafði greini­lega farið þrátt fyr­ir að það væri lokað,“ seg­ir hún. 

Ása viður­kenn­ir að það geti hrein­lega verið ábana­bind­andi að fara og upp­lifa eld­gos með ber­um aug­um og þykir lík­legt að hún væri búin að fara oft­ar að gos­inu ef það væri opið. „Í síðustu gos­um urðu mikl­ar og hraðar breyt­ing­ar, en það var eins og maður væri að sjá nýtt gos í hvert sinn þar sem gíg­ur­inn og sprung­urn­ar voru alltaf að breyt­ast,“ út­skýr­ir Ása.

„Ég er að vona að við sem erum að skrá­setja þenn­an at­b­urð með ljós­mynd­um og mynd­bönd­um fáum auðveld­ara aðgengi að gos­inu. Ég veit að ein­hverj­ir ljós­mynd­ar­ar eru komn­ir með passa til að keyra þangað og ég er að skoða það,“ bæt­ir hún við. 

Ása segir það líklega ekki vera raunhæft að fara jafn …
Ása seg­ir það lík­lega ekki vera raun­hæft að fara jafn oft að þessu gosi og síðustu gos­um þar sem gang­an sé mun lengri og mikið af reyk og meng­un á leiðinni. Ljós­mynd/Á​sa Stein­ars

„Eins og það sé smá titr­ing­ur í jörðinni“

Aðspurð seg­ir Ása eld­gosið við Litla-Hrút frá­brugðið fyrri gos­um þar sem nú sé það á gró­inni hraun­breiðu sem ligg­ur á jafn­sléttu. „Þegar við nálguðumst gosið þá fund­um við líka öll fyr­ir kraft­in­um – það er eins og það sé smá titr­ing­ur í jörðinni. Við sett­um eyrað upp að jörðinni og maður fann al­veg fyr­ir drun­un­um. Það er í raun erfitt að lýsa því en ég man ekki eft­ir þess­ari til­finn­ingu með hin gos­in,“ seg­ir hún.

„Það er líka erfiðara að sjá þetta gos með ber­um aug­um vegna gróðurelda sem mynda einskon­ar hring í kring­um gosið og búa til þenn­an svaka­lega reyk sem ger­ir það að verk­um að maður sér frek­ar reyk­inn en gosið sjálft. Það er ef­laust ástæðan fyr­ir því að fólk hef­ur verið að labba svona mikið nær og þvera í gegn­um þessa elda,“ bæt­ir hún við.

Hér sést reykurinn sem umlykur gosið vel.
Hér sést reyk­ur­inn sem um­lyk­ur gosið vel. Ljós­mynd/Á​sa Stein­ars

Eld­gos­in kostnaðar­söm upp á búnað

Ása seg­ir það vera mjög skemmti­legt að vera ljós­mynd­ari og tökumaður á tím­um eld­goss. Hún missti af gos­inu síðasta sum­ar þar sem hún var er­lend­is í verk­efn­um sem seg­ist þó klár­lega vera far­in að læra bet­ur inn á hvernig eigi að mynda eld­gos. „Maður er líka far­inn að læra hvenær maður er að fara of ná­lægt gos­inu með drón­ann svo hann hrein­lega bráðnar. Þessi eld­gos hafa verið frek­ar kostnaðar­söm upp á búnað,“ seg­ir hún.

Að sögn Ásu er gríðarleg eft­ir­spurn eft­ir mynd­efni af gos­inu. „Reu­ters er búið að hafa sam­band við mig og svo hef­ur In­sta­gram-síða sem heit­ir Pu­bity deilt efn­inu mínu, en þau eru með 33 millj­ón­ir fylgj­enda og eru alltaf að biðja um meira efni,“ seg­ir hún.

„Samfélagsmiðlar eru líka bara nýjir fjölmiðlar á marga vegu og …
„Sam­fé­lags­miðlar eru líka bara nýj­ir fjöl­miðlar á marga vegu og minn fylgj­enda­hóp­ur sit­ur spennt­ur og bíður eft­ir meira efni og frétt­um frá gos­inu og líf­inu á Íslandi.“ Ljós­mynd/Á​sa Stein­ars

Áhugi á gos­inu hef­ur því verið mik­ill er­lend­is, en Ása seg­ir marga er­lenda ljós­mynd­ara hafa bókað flug beint til Íslands eft­ir að frétt­ir bár­ust af gos­inu. Þá hafi ljós­mynd­ar­arn­ir þó lent í nokkr­um lok­un­um og erfiðum aðstæðum til að mynda í.

Ása seg­ist finna fyr­ir auknu áhorfi í kjöl­far eld­goss­ins sem hafi bæði aukið fylgi henn­ar og tekj­ur. Frá því gosið hófst hef­ur Ása fengið yfir 20 þúsund nýja fylgj­end­ur á sam­fé­lags­miðlum um leið og verk­efn­in hrann­ast inn. 

„Ég reyni að ein­beita mér bæði að lands­lags­ljós­mynd­un en sýni líka mann­legu hliðarn­ar af gos­inu, en ég sýni frá mínu dag­lega lífi og minni upp­lif­un við gosið. Ég er að skjóta nokk­ur verk­efni við gosið og er líka eini kven­kyns dróna­flugmaður í heimi sem vinn­ur form­lega fyr­ir DJI dróna­fyr­ir­tæki, þannig þeir vilja að sjálf­sögðu hafa mig á svæðinu og fá dróna­efni,“ seg­ir Ása.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert