Leikkonan Julia Fox skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið þegar hún eyddi sólríkum degi á ströndinni í New York á dögunum. Hin 33 ára gamla Fox er þekkt fyrir að stela sviðsljósinu hvar sem hún kemur enda ófeimin við að klæðast ögrandi fatnaði.
Klæðnaður Fox vakti athygli strandgesta en leikkonan klæddist örþunnum og efnislitlum hvítum sundbol með g–streng.
Fox nýtti tímann vel og spókaði sig um á ströndinni og tók einnig góðan sundsprett í sjónum. Að loknum sundspretti reis hún upp úr sjónum á svipaðan máta og leikkonan Ursula Andress gerði í kvikmyndinni Dr. No.
Leikkonan fór með hlutverk í kvikmyndinni Uncut Gems árið 2019 en er þó án efa þekktust fyrir stutt ástarsamband sitt við rapparann Kanye West.