Íslenska vegabréfið tryggir aðgang að 182 löndum

Íslenska vegabréfið styrkist með árunum eftir Covid-19.
Íslenska vegabréfið styrkist með árunum eftir Covid-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska vegabréfið er í 10. sæti á lista yfir þau vegabréf sem tryggja mesta ferðafrelsið og Singapúr trónir á toppi listans en með vegabréf þess lands ertu velkominn í 192 lönd án vegabréfsáritunar.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu Henley & Partners sem metur hversu gott aðgengi vegabréf hverrar þjóðar veitir byggt á því hvaða áfangastaði þú getur farið á án vegabréfsáritunar.

Vegabréf Íslands hefur síðustu þrjú ár vermt 12. sæti á listanum en stekkur upp í 10. sæti í ár.

Ísland alltaf ofarlega

Ferðalangar með íslenskt vegabréf geta samkvæmt skýrslunni ferðast til 182 landa án vegabréfsáritunar. Síðan mælingar hófust árið 2006 þá hefur íslenska vegabréfið ávallt mælst ofarlega, eða á milli 9.-13. sæti.

Japan hefur síðustu 5 ár mælst í 1. sæti en eins og fyrr segir þá tók Singapúr fram úr þeim í ár og Japan er nú í 3. sæti. Þýskaland, Ítalía og Spánn deila 2. sætinu, hver með aðgang að 190 ríkjum án vegabréfsáritunar.

Í 3. sæti eru svo sex ríki en þau eru Frakkland, Austurríki, Svíþjóð, Finnland, Lúxemburg og Suður-Kórea, öll með 189 áfangastaði án vegabréfsáritana.

Afganistan á botninum

Afganska vegabréfið vermir síðasta sætið en handhafar þess eru aðeins velkomnir í 27 lönd án áritunar og Írak fylgir þeim fast á hæla en vegabréfið þeirra kemur þér í 29 lönd án áritunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert