Myndskeið frá hvalaskoðun við Húsavík hefur vakið þó nokkra athygli á samfélagsmiðlum að undanförnu. Þar má sjá ungan mann fara á skeljarnar í miðri hvalaskoðun.
Myndskeiðinu var fyrst deilt á Instagram-reikningi Friends of Moby Dick Whale Watching. Samkvæmt heimildum mbl.is var unga parið frá Belgíu, en það var einungis einn leiðsögumaður í hvalaskoðuninni sem vissi af því sem til stæði.
Af myndskeiðinu að dæma virðist trúlofunin hafa heppnast vel og komið verðandi brúðinni algjörlega á óvart, en parið virtist afar hamingjusamt með þessa einstöku stund og brosti sínu breiðasta.
View this post on InstagramA post shared by Friends of Moby Dick Whale Watching (@friendsofmobydick_whalewatch)