Ein fallegasta hjólaleið landsins

Útsýnið á toppi Brennisteinsöldu er engu líkt.
Útsýnið á toppi Brennisteinsöldu er engu líkt. Ljósmynd/Anna Lilja Lýðsdóttir

Ísland er svo sannarlega falin perla þegar kemur að fjallahjólreiðum en landið státar af einstaklega mörgum fallegum hjólaleiðum.

Þar sem blaðamaður er búsettur í Reykjavík, og hefur verið það alla tíð, þá hefur hann eytt meiri tíma í að hjóla á Suðurlandinu en í öðrum landshlutum.

Hjólað í átt að Bláhnjúki.
Hjólað í átt að Bláhnjúki. mbl.is/Bjarni Helgason
Það þarf að bera hjólin inn á milli.
Það þarf að bera hjólin inn á milli. Ljósmynd/Jón Árni Benediktsson
Gengið í átt að Brennisteinsöldu.
Gengið í átt að Brennisteinsöldu. mbl.is/Bjarni Helgason

Það er fullt af þægilegum og auðveldum hjólaleiðum í og við borgarmörkin en mínar uppáhaldshjólaleiðir á Suðurlandinu eru í aðeins meiri fjarlægð frá Reykjavík.

Þar kemur Friðland að Fjallabaki eða bara Fjallabak mjög sterkt inn. Svæðið var gert að friðlandi árið 1979 og er hluti af hálendi Íslands sem er norðan Mýrdalsjökuls, norður til Landmannalauga og Hrauneyja.

Það er mikilvægt að taka myndir á toppnum.
Það er mikilvægt að taka myndir á toppnum. mbl.is/Bjarni Helgason
Hjólastuð.
Hjólastuð. mbl.is/Bjarni Helgason
Dáðst að útsýninu.
Dáðst að útsýninu. mbl.is/Bjarni Helgason

Í Landmannalaugum er, að mínu mati, fallegasta fjallahjólaleið landsins en eftir því sem ég kemst næst þá heitir þessi tiltekna hjólaleið ekki neinu ákveðnu nafni.

Byrjað er að hjóla við skála Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum og þaðan liggur leiðin upp á Brennisteinsöldu.

Frá Brennisteinsöldu er hjólað niður í Vondugil og þaðan er hjólað í átt að Landmannahelli áður en haldið er í norður í átt að Suðurnámum. Síðan er hjólað niður í Jökulgilskvísl og endað aftur í Landmannalaugum.

Hjólað niður í Vondugil.
Hjólað niður í Vondugil. mbl.is/Bjarni Helgason
Vondugil til vinstri.
Vondugil til vinstri. Ljósmynd/Anna Lilja Lýðsdóttir
Suðurnámur í baksýn.
Suðurnámur í baksýn. mbl.is/Bjarni Helgason

Það tekur sirka 3-4 klukkustundir að hjóla þessa leið sem er rúmlega 12 kílómetrar að lengd. Hækkunin rúmlega 700 metrar og þurfa þeir, sem leggja þessa leið á sig, að vera tilbúnir að bæði teyma og bera hjólin.

Ég fullyrði hins vegar, líkt og áður, að erfiðið er svo sannarlega þess virði en það er sama hvar stoppað er á leiðinni; náttúrufegurðinni tekst alltaf að slá þig út af laginu.

Myndataka við Vondugil.
Myndataka við Vondugil. Ljósmynd/Atli Freyr Runólfsson
Hjólað í átt að Laugahrauni.
Hjólað í átt að Laugahrauni. mbl.is/Bjarni Helgason
Útsýnið við Suðurnámur er líka stóbrotið.
Útsýnið við Suðurnámur er líka stóbrotið. mbl.is/Bjarni Helgason

Það er fullt af öðrum frábærum hjólaleiðum inni á Fjallabaki eins og til dæmis Skallahringurinn í Landmannalaugum þar sem horft er niður í Jökulgil stærstan hluta hjólaleiðarinnar.

Mér er líka algjörlega óhætt að mæla með Landmannalaugum sem áfangastað fyrir fjölskylduferð. Það er nefnilega líka hægt að fara í styttri gönguferðir þar og baða sig í heitu náttúrulauginni við skála Ferðafélagsins. Það verður nefnilega enginn svikinn af Fjallabaki.

Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram.

Þegar hjólað er á hálendi Íslands er afar mikilvægt að hjóla alls ekki utan merktra leiða eða stíga og muna að bera alltaf virðingu fyrir landinu.

Hjólað niður Suðurnámur.
Hjólað niður Suðurnámur. Ljósmynd/Jón Árni Benediktsson
Jökulgilskvísl í bakgrunn.
Jökulgilskvísl í bakgrunn. mbl.is/Bjarni Helgason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert