Hallgrímskirkja í hópi bestu útsýnisbygginga í heimi

Hallgrímskirkja er í hópi 10 bestu útsýnisbygginga heims.
Hallgrímskirkja er í hópi 10 bestu útsýnisbygginga heims. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýverið birtist listi yfir tíu bestu útsýnisbyggingar í heimi, en á listanum eru heimsfrægar byggingar á borð við Eiffelturninn í París, Empire State-bygginguna í New York-borg og London Eye í Lundúnum. Listann prýðir þó einnig hin glæsilega Hallgrímskirkja í miðbæ Reykjavíkur. 

Við gerð listans greindu byggingarsérfræðingar hjá Buildworld umsagnir á vef TripAdvisor um vinsælustu byggingar og mannvirki heims, en þeir skoðuðu hversu oft notendur minntust á „fallegt útsýni“ í umsögnum sínum um byggingarnar. 

Niðurstöður leiddu í ljós að Hallgrímskirkja væri sjötta besta útsýnisbygging í heimi og sú fjórða besta í Evrópu. Á TripAdvisor voru 3.013 ummæli um fallegt útsýni frá útsýnispalli kirkjunnar. 

Samkvæmt könnuninni er Eiffelturninn í París sú bygging sem býður upp á fallegasta útsýni í heimi, en turninn sjálfur er 330 metra hár og efsti útsýnisstaður í 276 metra hæð. Alls voru 5.116 ummæli um fallegt útsýni frá turninum á TripAdvisor.

10 bestu útsýnisbyggingar í heimi

  1. Eiffelturninn, París
  2. Empire State-byggingin, New York-borg
  3. Basilique du Sacré-Cœur de Montmartre, París
  4. Top of the Rock, New York-borg
  5. Halászbástya, Búdapest
  6. Hallgrímskirkja, Reykjavík
  7. London Eye, Lundúnum
  8. Edinborgarkastali, Edinborg
  9. Chapel of the Holy Cross, Arizona
  10. Burj Khalifa, Dúbaí
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka