„Ég elska þegar það er tekið til eftir mig“

Arnar Gauti Arnarsson er einnig þekktur undir nafninu Lil Curly.
Arnar Gauti Arnarsson er einnig þekktur undir nafninu Lil Curly.

Samfélagsmiðlastjarnan Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, ætlar að ferðast vítt og breitt um landið í sumar. Hann ætlar meðal annars að koma við á Austurlandi þar sem Seyðisfjörður stendur upp úr að hans mati. Hann kann vel við sig í skemmtilegri útilegu en enn betur á góðu hóteli með almennilegri þjónustu.

Ætlar þú að ferðast innanlands í sumar?

„Já! Ég ætla fara á Egilsstaði og Seyðisfjörð.“

Áttu þér uppáhaldsstað á Austfjörðum?

„Seyðisfjörður hefur mikla yfirburði fyrir austan.“

Seyðisfjörður er á stefnuskránni.
Seyðisfjörður er á stefnuskránni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Áttu þér uppáhaldssundlaug úti á landi?

„Sundlaugin á Suðureyri er falinn gullmoli, Hofsós á svaðalega sundlaug ef þú ert að leita að útsýni.“

Hvað finnst þér best að grilla í útilegunni?

„Hamborgarar á grillið klikka seint eða aldrei.“

Arnar Gauti ætlar að ferðast um landið.
Arnar Gauti ætlar að ferðast um landið.

Áttu uppáhaldstjaldsvæði?

„Tunguskógur á Ísafirði er ótrúlega skemmtilegt tjaldsvæði, síðan eru góð tjaldsvæði á Mývatni sem fá „shout out“.“

Er einhver staður á landinu sem þú hefur enn ekki komið á en langar að fara á?

„Já, mig langar að fara í vélsleðaferð upp á Vatnajökul.“

Hann dreymir um jöklaferð.
Hann dreymir um jöklaferð. mbl.is/RAX

Tjald eða hótel?

„Það er geðveik stemning í tjaldi en ég verð að velja hótel vegna þess ég elska þegar það er tekið til eftir mig.“

Hvaða flík verður að fara með í útileguna?

„Þú ferð ekki í útilegu á Íslandi án þess að taka síðbrækur með þér.“

Föðurland er bráð nauðsynlegt í útileguna.
Föðurland er bráð nauðsynlegt í útileguna. Ljósmynd/66°Norður

Hvað ætlarðu að gera annað skemmtilegt í sumar?

„Fara á Ísafjörð og kíkja á Tjöruhúsið.“

Samfélagsmiðlastjarnan elskar að lenda í ævintýrum úti í náttúrunni.
Samfélagsmiðlastjarnan elskar að lenda í ævintýrum úti í náttúrunni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka