Falin hjólaperla á Fjallabaki

Tignarlegir jöklarnir sjást afar vel á toppi Löðmunds.
Tignarlegir jöklarnir sjást afar vel á toppi Löðmunds. Ljósmynd/Atli Freyr Runólfsson

Ísland er svo sannarlega falin perla þegar kemur að fjallahjólreiðum en landið státar af einstaklega mörgum fallegum hjólaleiðum. Það er fullt af þægilegum og auðveldum hjólaleiðum í og við borgarmörkin en mínar uppáhaldshjólaleiðir á Suðurlandinu eru í aðeins meiri fjarlægð frá Reykjavík.

Þar kemur Friðland að Fjallabaki eða bara Fjallabak mjög sterkt inn. Svæðið var gert að friðlandi árið 1979 og er hluti af hálendi Íslands sem er norðan Mýrdalsjökuls, norður til Landmannalauga og Hrauneyja.

Hjólin teymd upp frá Landmannahelli.
Hjólin teymd upp frá Landmannahelli. mbl.is/Bjarni Helgason
Brölt upp á Löðmund með Herbjarnarfellsvatn í baksýn.
Brölt upp á Löðmund með Herbjarnarfellsvatn í baksýn. mbl.is/Bjarni Helgason

Svæðið er um 47 ferkílómetrar og er í einu orði sagt einstakt þegar kemur að landslagi og náttúru. Það einkennist meðal annars af ám, vötnum, hraunum og hverasvæðum.  Það er líka einstaklega litríkt og þar er að finna margar af vinsælustu gönguleiðum landsins, til dæmis Laugaveginn, þar sem flestir kjósa að ganga úr Landmannalaugum yfir í Þórsmörk.

Löðmundur á Fjallabaki er norðan Landmannaleiðar en fjallið er grasi vaxið frá fjallsrótum. Það er best að leggja af stað í átt að Löðmundi upp frá Landmannahelli en útsýnið á toppi fjallsins er algjörlega magnað.

Ferðalangar þurfa að vera tilbúnir að smella hjólunum á bakið.
Ferðalangar þurfa að vera tilbúnir að smella hjólunum á bakið. Ljósmynd/Ásta Dagmar Jónsdóttir
Strókur er hæsti tindur Löðmundur.
Strókur er hæsti tindur Löðmundur. mbl.is/Bjarni Helgason

Þar sést nánast allt hálendið milli Langjökuls, Hofsjökuls og Vatnajökuls. Hæsti tindur fjallsins heitir Strókur og stendur hann í tæplega 1.100 metra hæð.

Fjallið er hins vegar mjög bratt á einum stað og þar er betra að skella fjallahjólinu á bakið, eða teyma það upp.

Það er gríðarlega mikilvægt að taka góða hópmynd á toppnum.
Það er gríðarlega mikilvægt að taka góða hópmynd á toppnum. mbl.is/Bjarni Helgason
Löðmundarvatn sést vel á toppnum.
Löðmundarvatn sést vel á toppnum. mbl.is/Bjarni Helgason

Heilt yfir ætti þetta ferðalag að taka í kringum 3-4 klukkustundir, rúmlega 10 kílómetrar og rúmlega 550 metra hækkun, og þó það geti verið erfitt að hjóla upp í móti á einhverjum tíma er erfiðið svo sannarlega þess virði þegar komið er á toppinn sjálfan.

Smelltu hér til að fylgja mér á Instagram.

Þegar hjólað er á hálendi Íslands er afar mikilvægt að hjóla alls ekki utan merktra leiða eða stíga og muna að bera alltaf virðingu fyrir landinu.

Allir klárir í niðurferðina eftir að hafa toppað Löðmund.
Allir klárir í niðurferðina eftir að hafa toppað Löðmund. mbl.is/Bjarni Helgason
Alvöru stemning á toppnum.
Alvöru stemning á toppnum. Ljósmynd/Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir
Útsýnið á toppi Löðmundar svíkur engan.
Útsýnið á toppi Löðmundar svíkur engan. mbl.is/Bjarni Helgason
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert