Eskifjörður á fastan sess í hjartanu

Ragga Holm stoppar yfirleitt í Reynisfjöru á leiðinni til og …
Ragga Holm stoppar yfirleitt í Reynisfjöru á leiðinni til og frá Austfjörðum.

Tónlistarkonan, plötusnúðurinn og útvarpsstjarnan Ragga Holm nýtur þess að ferðast um landið og er hún einmitt nýkomin heim úr vikuferð þar sem hún ferðaðist um Austfirði.

Uppáhaldsstaðurinn á Íslandi á sumrin og hvers vegna?

Ég elska að fara til Eskifjarðar. Stór partur af fjölskyldu kærustunnar býr þar og það er svona heilagur staður fyrir mig til þess að hvílast og njóta. Við vorum ekkert svo heppnar með veður í ár, rétt misstum af blíðunni fyrir austan en það breytir engu, alltaf huggulegt að vera þarna í kyrrðinni. Svo ef fólk vill krútta yfir sig þá er alltaf lítill rebbi á Mjóeyri sem er þarna á Eskifirði.

Ragga hitti þennan krúttlega yrðling í sumar á Mjóeyri, rétt …
Ragga hitti þennan krúttlega yrðling í sumar á Mjóeyri, rétt fyrir utan Eskifjörð.

Nú tekur dágóðan tíma að keyra úr höfuðborginni austur á firði. Ertu með einhver ráð til að gera aksturinn skemmtilegri?

Gott hlaðvarp og góð tónlist til skiptis. Skiptast á að keyra og detta á trúnó með eitthvað gott til að narta í. Ég keyrði í 8 tíma um daginn og þessi formúla svínvirkaði.

Ragga kann að meta leynigjána í Mývatnssveit en vill að …
Ragga kann að meta leynigjána í Mývatnssveit en vill að sjálfsögðu ekkert gefa upp um staðsetninguna.

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið innanlands?

Ég hugsa að það hafi verið fyrsti hringurinn sem ég keyrði með kærustunni þegar átakið „ferðumst innanlands“ var i gangi. Við vorum ótrúlega duglegar að droppa á ýmsum stöðum og skoða svona þessa hluti sem maður hefur ekki séð áður! Þá skoðaði eg Austurlandið og firðina vel.

Röggu finnst snjóflóðavarnirnar á Neskaupsstað einstaklega tilkomumiklar.
Röggu finnst snjóflóðavarnirnar á Neskaupsstað einstaklega tilkomumiklar.

Þú getur deilt þínu ferðalagi

Langar þig að deila þínu ferðalagi innanlands með landanum?

Ferðavef­ur mbl.is efn­ir til ljós­mynda­keppni þar sem les­end­ur eru hvatt­ir til að senda inn sín­ar bestu ljós­mynd­ir úr ferðalag­inu eða úti­leg­unni. Í verðlaun eru veg­leg­ir vinn­ing­ar frá Fjalla­kof­an­um að verðmæti 200 þúsund króna sem ættu að hitta beint í mark hjá ferðalöng­um á öll­um aldri.

Ljós­mynda­keppn­in mun standa yfir í tvær vik­ur og lýk­ur hinn 10. ág­úst næst­kom­andi. Til að skera úr um bestu mynd­irn­ar mun dóm­nefnd mbl.is velja fimm bestu mynd­irn­ar og hljóta sig­ur­veg­ar­arn­ir frá­bær verðlaun. 

Það er ein­falt að taka þátt og eru les­end­ur hvatt­ir til að senda inn flott­ustu ferðamynd­ir sín­ar HÉR, en þar má einnig nálg­ast frek­ari upp­lýs­ing­ar um keppn­ina, leiðbein­ing­ar og vinn­inga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka