Nikolai greifi, sonur Jóakims prins og Alexöndru greifynju, ætlar að flytja til Ástralíu með kærustu sinni.
Nikolai sem er 23 ára hefur gert það gott sem fyrirsæta síðustu misseri og hefur setið fyrir hjá Dior og Burberry.
„Ég er mjög spenntur fyrir þessu ævintýri og hlakka til að búa aftur utanlands,“ sagði Nikolai í viðtali við Numéro.
„Ástralía varð fyrir valinu sökum þess hversu fjarlægt og framandi það land er fyrir Dana eins og mig. Ég hef aldrei ferðast svona langt og ég trúi því að maður þurfi meira en bara tvær til þrjár vikur til þess að kynnast þessu heimshorni. Þess vegna vildi ég prófa að flytja þangað.“
Nikolai flytur með kærustu sinni Benedikte Thoustrup. Þau stefna bæði á nám við UTS (University of Technology Sidney).
Margrét Þórhildur Danadrottning tók af börnum Jóakims prinsa- og prinsessutitlana sína og varð Jóakim mjög sár fyrir hönd barnanna. Nikolai er elsta barnabarnið og sá sjöundi í erfðaröðinni. Hann virðist sáttur við sitt.
„Ég hef aldrei leyft konunglegu hlutverki mínu að takmarka mig eða hindra mig í að gera það sem ég hef ánægju af og elska. Ég hef alltaf litið á mig sem frjálsa sál.“
„Æska mín var ánægjuleg og tiltölulega eðlileg. Ég er þó meðvitaður um þessar sérstöku kringumstæður að vera hluti af konungsfjölskyldu. Því fylgir mikil ábyrgð en ég trúi að ég hafi staðið mig vel.“