Tara Sif og Elfar gifta sig á Ítalíu

Veisluhöldin eru þegar hafin hjá brúðhjónunum og gestum þeirra.
Veisluhöldin eru þegar hafin hjá brúðhjónunum og gestum þeirra. Samsett mynd

Tara Sif Birg­is­dótt­ir, lög­gilt­ur fast­eigna­sali og dans­ari, mun ganga að eiga unn­usta sinn, lög­fræðing­inn Elf­ar Elí Schweitz Jak­obs­son, í annað sinn á morg­un. Vin­ir, vanda­menn og þekkt­ir ís­lensk­ir áhrifa­vald­ar eru sam­an­komn­ir á Ítal­íu til þess að gleðjast með par­inu. 

Brúðkaupið fer fram í smá­bæn­um Ca­stel Gand­ol­fo, en bær­inn er þekkt­ur sem einn af fal­leg­ustu bæj­um á Ítal­íu og má því segja að hann sé full­kom­in um­gjörð fyr­ir brúðkaup. 

Meðal gesta eru þær Birgitta Líf Björns­dótt­ir og besta vin­kona brúðar­inn­ar, Sandra Björg Helga­dótt­ir. Báðar hafa þær deilt mynd­um frá Ítal­íu og sýndu meðal ann­ars frá víns­mökk­un sem brúðhjón­in buðu gest­um sín­um upp á í fögr­um garði und­ir björt­um himni. 

Tara Sif og Elf­ar trú­lofuðu sig í árs­byrj­un 2022 eft­ir tæp­lega tíu ára sam­band þegar Elf­ar fór á skelj­arn­ar á Kistu­felli.

Parið tók skyndi­ákvörðun í Banda­ríkja­ferð nokkr­um mánuðum síðar og gekk í hjóna­band í lít­illi kap­ellu í Las Vegas, en þá settu þau upp lit­ríka sæl­gæt­is­hringa. Ný­bökuðu hjón­in til­kynntu þó fjöl­skyldu og vin­um að al­vöru brúðkaup og fögnuður væri í vænd­um á Ítal­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert