Katrín Tanja upplifir drauminn í Tansaníu

Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich eru í ævintýraferð í …
Katrín Tanja Davíðsdóttir og Brooks Laich eru í ævintýraferð í Tansaníu. Skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og sambýlismaður hennar Brooks Laich eru flogin á vit ævintýranna til Tansaníu. Katrín Tanja fagnaði þrítugsafmæli sínu fyrr á þessu ári og hefur safaríferð verið númer eitt á „bucketlist­a“ íþróttakonunnar frá ungdómsárum.

Laich birti mynd af Katrínu á Instagram-reikningi sínum, en þar sést hún skælbrosandi og klár í ævintýraför um Serengeti-þjóðgarðinn. Skötuhjúin gista í TAASA-skálanum sem er glæsilegur og íburðarmikill gististaður með töfrandi útsýni.

View this post on Instagram

A post shared by Brooks Laich (@brookslaich)

„Mig hefur langað til þess að koma með Katrínu Tönju hingað frá því ég kynntist henni. Það gleður mig að segja frá því að sú stund er nú runnin upp og bros hennar segir allt sem segja þarf,” skrifaði Laich við myndina.

Katrín Tanja og Laich opinberuðu samband sitt í ágúst 2021, en þá birtu þau myndir af sér úr nýafstaðinni ferð til Havaí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert