„Þrír í gír“ í Þýskalandi

Auddi Blö, Gillz og Steindi jr eldhressir að túra verksmiðjuna.
Auddi Blö, Gillz og Steindi jr eldhressir að túra verksmiðjuna. Skjáskot/Instagram

Heit­asta tríó lands­ins, Auðunn Blön­dal, Eg­ill Ein­ars­son og Steinþór Hró­ar Steinþórs­son, nýt­ur nú góðra stunda í Wol­fen­büttel í Þýskalandi. Þre­menn­ing­arn­ir hafa verið á fleygi­ferð í sum­ar og eru nú stadd­ir í þess­um sögu­lega gamla bæ í Þýskalandi.

Auðunn, bet­ur þekkt­ur sem Auddi Blö, birti skemmti­lega mynd af fé­lög­un­um úr verk­smiðju sem fram­leiðir drykk­inn Jä­ger­meister, sem flest­ir Íslend­ing­ar þekkja vel. 

„Þrír í gír að skoða hvernig Jager verður til. Ekki viss um að við fáum að koma aft­ur...., skrifaði Auddi Blö við mynd­ina.

Vin­irn­ir eru dug­leg­ir að ferðast sam­an enda eru fjöl­skyld­ur þeirra mjög sam­rýmd­ar. Ný­verið fóru þeir ásamt mök­um sín­um og börn­um í sann­kallaða drauma­ferð til Krít­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert