The ROOF á Reykjavík Edition valinn þriðji besti þakbarinn í heimi

Útsýnið yfir fjöllin og hafið í kringum Reykjavík þykir eitt …
Útsýnið yfir fjöllin og hafið í kringum Reykjavík þykir eitt það besta í heimi. Samsett mynd

Barinn The ROOF á Reykjavík Edition-hótelinu hefur verið valinn þriðji besti þakbarinn í heimi af bresku vefsíðunni EnjoyTravel. Notaði hún til þess gæðakerfi sem samanstendur af uppsöfnuðum stigum úr einkunnum á samfélagsmiðlum og framlagi frá ritstjórn þess hluta vefsíðunnar sem ber heitið Big 7 Travel.

Í lýsingunni á barnum er sagt að The ROOF sé einn af eftirsóttustu þakbörunum í heimi og er talinn vera besti staðurinn í Reykjavík til að njóta langra sumarnótta sem og norðurljósanna. Býður barinn upp á 360 gráðu útsýni yfir hafið, fjöllin og borgina sjálfa. Matseðilinn er sagður vandlega útbúinn og vakin er athygli á því að hann styðji sjálfbæran búskap. Mælt er sérstaklega með drykknum Sake Spritz.

Það sést til allra átta af The ROOF.
Það sést til allra átta af The ROOF. Ljósmynd/Facebook

Topp tíu þakbarir í heimi

  1. Frank's Café - Lundúnum, Englandi
  2. Azotea del Circulo - Madríd, Spáni
  3. The ROOF á Reykjavík Edition - Reykjavík
  4. Schweizerhof Flims - Flims, Sviss
  5. Oroya - Madríd, Spáni
  6. 16ROOF - Istanbúl, Tyrklandi
  7. Sky Bar by Seen - Lissabon, Portúgal
  8. Patchwork at Sa Punta - Ibiza, Spáni
  9. Skyline Bar 20up - Hamborg, Þýskalandi
  10. Mama Shelter - Bordeaux, Frakklandi
Útsýnið er ekki síðra á kvöldin.
Útsýnið er ekki síðra á kvöldin. Ljósmynd/Reykjavík Edition
Edition-hótelið opnaði árið 2021.
Edition-hótelið opnaði árið 2021. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka