Rómantískar haustferðir fyrir pör

Hægt er ferðast til ýmissa framandi staða í haust.
Hægt er ferðast til ýmissa framandi staða í haust. Samsett mynd

Sumarið er senn á enda og hið hefðbundna sumarfrí víkur fyrir hinu daglega amstri. Þótt fólk flykkist nú aftur til vinnu og skóla er samt enn hægt að skella sér í rómantíska paraferð í haust. Mikið er af haustferðum í boði frá Íslandi, allt frá Portúgal til Indónesíu og Tékklands til Egyptalands. 

Hér er nokkur dæmi um ferðir sem íslenskar ferðaskrifstofur bjóða upp á í haust.

Balí - 15. til 27. október

Sumarferðir bjóða upp á einstaka ferð til indónesísku paradísarinnar Balí. Flogið er með Icelandair og Emirates, í gegnum Osló og Dubaí. Í ferðinni er gist þrjár nætur í frumskóginum í Úbúd og sjö nætur við ströndina. Hægt er að velja á milli nokkurra hótela sem öll eru fjögurra til fimm stjörnu hótel. Hægt er að fá ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli frá 479.900 á mann miðað við tvo ferðalanga. Ef valið er fimm stjörnu hótel er verðið frá 589.900 á mann. Boðið er upp á íslenska fararstjórn og fjöldann allan af skoðunarferðum. 

Balí, Indónesíu.
Balí, Indónesíu. Samsett mynd

Madeira - 25. september til 3. október

Vita býður upp á átta nátta ferð til portúgölsku eyjarinnar Madeira. Eyjan er aðeins 520 km vestur af strönd Vestur-Afríku og var áður aðsetur landkönnuða og nýlenduherra Portúgals fyrr á öldum. Hægt er að velja á milli nokkurra hótela, allt frá þriggja stjörnu hótelum upp í fimm stjörnu hótel. Á góðu fjögurra stjörnu hóteli er hægt að bóka ferð fyrir tvo fullorðna á rúmar 197 þúsund krónur á mann með morgunverði og útsýni yfir sundlaug hótelsins. Bætast við tæplega tíu þúsund krónur ef bókað er með sjávarútsýni.

Róm - 25. til 29. október

Úrval Útsýn býður upp á fimm daga ferð til Rómarborgar í lok október. Rómarborg er eitt stórt sögu- og listasafn og því tilvalin ferð fyrir söguþyrsta. Einnig er Ítalía draumastaður matgæðingsins og er Róm þar ekki undanskilin. Hægt er að fá ferð fyrir tvo á 154.900 krónur á mann. Innifalið í því er gisting í fjórar nætur á fjögurra stjörnu hóteli, með morgunverði. 

Hringleikahúsið í Róm.
Hringleikahúsið í Róm. Unsplash/Spencer Davis

Sharm El Sheikh - 8. til 19. október

Heimsferðir bjóða upp á 11 daga ferð til egypska strandbæjarins Sharm El Sheikh í október. Gott úrval gistimöguleika er í boði og hægt er að fá ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli frá 288.900 krónur á mann, miðað við tvo fullorðna. Hægt er að fá ferð með gistingu á fimm stjörnu hóteli frá 312.900 krónur á mann. 

Prag - 12. til 15. október

Úrval Útsýn býður upp á fjögurra daga verð til tékknesku höfuðborgarinnar Prag í október. Prag, sem kölluð er borg hinna 100 turna, á sér langa sögu og eru elstu hverfi borgarinnar á heimsminjaskrá UNESCO. Hægt er að fá ferð með gistingu á fjögurra stjörnu hóteli með morgunverði fyrir 129.900 krónur á mann, miðað við tvo fullorðna. Hægt er að bóka fyrirfram ýmsar skoðanaferðir, þar á meðal til miðaldaborgarinnar Kutná Hora.

Karlsbrúin í Prag.
Karlsbrúin í Prag. Unsplash/Martin Krchnacek
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert