Myndir þú borga aukalega fyrir barnlaust flug?

Mikil umræða hefur skapast um áform flugfélagsins.
Mikil umræða hefur skapast um áform flugfélagsins. Samsett mynd

Það vakti athygli á dögunum þegar tyrkneska flugfélagið Corendon tilkynnti áform sín um barnlaust svæði í flugvélum sínum. 

Flugfélagið hyggst bjóða farþegum að kaupa sæti á barnlausu svæði í flugi á milli Amsterdam og Curcao frá 3. nóvember næstkomandi. Barnlaus hluti flugvélarinnar mun samanstanda af 102 sætum, þar af 93 „venjulegum“ sætum og 9 sætum með auknu fótaplássi. Þá er 16 ára aldurstakmark á svæðið sem verður afgirt með tjöldum og veggjum.

Fram kemur á vef Daily Mail að ákvörðunin hafi verið tekin með það að markmiði að skapa „verndað umhverfi“ fyrir farþega sem stuðlar að „rólegu og afslöppuðu flugi“.

Líka jákvætt fyrir foreldra með börn

„Þetta svæði í flugvélinni er ætlað farþegum sem eru að ferðast án barna og fyrir fólk í vinnuferðum sem vill vinna í rólegu umhverfi. Á sama tíma hefur innleiðing á barnlausa svæðinu einnig jákvæð áhrif á foreldra með börn. Þeir þurfa ekki að hafa eins miklar áhyggjur af hugsanlegum viðbrögðum annarra farþega ef barnið þeirra er órólegt eða grætur,“ segir í yfirlýsingu flugfélagsins.

Mikil umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum eftir tilkynningu flugfélagsins. Sumir taka ákvörðuninni fagnandi og segjast vera tilbúnir að borga aukalega fyrir sæti á barnlausu svæði á meðan aðrir draga það í efa að hægt sé að hafa hluta flugvélar barnlausan.

„Það er ekki hægt að hafa „hluta af flugvélinni“ barnlausan. Eitt öskrandi barn heyrist hvar sem er í flugvélinni,“ skrifaði einn gagnrýnandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert