Linda Ben fagnar pappírsbrúðkaupi á Krít

Linda Ben er ástfangin á Krít.
Linda Ben er ástfangin á Krít. Skjáskot/Instagram

Linda Bene­dikts­dótt­ir, mat­ar­blogg­ari og at­hafna­kona, er stödd ásamt eig­in­manni sín­um, Ragn­ari Ein­ars­syni, í papp­írs­brúðkaups­ferð á eyj­unni Krít í Grikklandi. Parið gekk í hnapp­held­una á Ítal­íu fyr­ir einu ári síðan og var brúðkaups­dag­ur­inn ein­stak­lega fal­leg­ur.

Linda birti myndaseríu á In­sta­gram-síðu sinni í morg­un, en þar sjást hjón­in njóta stunda á töfr­andi stað, draumi lík­ast. 

„Papp­írs­brúðkaups­ferð drauma minna,” skrif­ar mat­ar­blogg­ar­inn við færsl­una.

Fyrr í sum­ar fóru hjón­in í brúðkaups­ferð til Maj­orka og greini­legt að þau njóta sín vel á sól­rík­um stöðum. 

Linda held­ur úti vin­sælli In­sta­gram-síðu, en yfir 32.000 manns fylgj­ast með henni töfra fram ómót­stæðilega rétti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert