Í dag birti flugfélagið Icelandair skemmtilega færslu á Facebook þar sem þau fögnuðu íslenskri fjölskyldu sem starfar hjá fyrirtækinu.
Feðginin Aldís Lilja Örnólfsdóttir og Örnólfur Jónsson starfa bæði sem flugmenn hjá Icelandair á meðan Sigrún Hildur Kristjánsdóttir, móðir Aldísar og eiginkona Örnólfs, starfar sem flugfreyja hjá fyrirtækinu.
Þá er eiginmaður Aldísar einnig flugmaður á meðan bróðir hennar er að læra að verða flugumferðastjóri. Það er því ljóst að háloftin eiga stóran sess í þessari fjölskyldu.
Með færslunni birti Icelandair skemmtilega myndaröð af fjölskyldunni við störf sín, en þar leynist meðal annars ofur krúttleg mynd af feðginunum í flugstjórnaklefanum frá því Aldís Lilja var aðeins þriggja ára gömul og óhætt að segja að áhuginn hafi kviknað snemma.