„Hlýtur að vera Íslandsmet í fjölda góðra umsagna“

Snorklarar á leið í Silfru.
Snorklarar á leið í Silfru. Ljósmynd/Dive.is

Starfsfólk DIVE.IS gerði sér glaðan dag um síðustu helgi þegar fyrirtækið fagnað þeim merkilega áfanga að fá sína tíuþúsundustu fimm stjörnu umsögn á ferðavefnum Tripadvisor en hæsta einkunn sem hægt er að fá á Tripadvisor eru fimm stjörnur en sú lægsta er ein stjarna.

Starfsmenn Dive.is gerðu sér glaðan dag þegar tíuþúsundasta fimm stjörnu …
Starfsmenn Dive.is gerðu sér glaðan dag þegar tíuþúsundasta fimm stjörnu umsögnin datt í hús. Ljósmynd/Dive.is

Fólk í ferðahug notar gjarna Tripadvisor til þess að skipuleggja ferðalagið sitt með því að skoða umsagnir og einkunnir sem aðrir ferðamenn hafa gefið tilteknum áfangastöðum, hótelum, veitingastöðum og afþreyingu svo eitthvað sé nefnt en vefsíðan er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. 

Snorklari í Silfru.
Snorklari í Silfru. Ljósmynd/Dive.is

Stoltur af teyminu

Fyrirtækið sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfrugjá á Þingvöllum en bíður auk þess upp á aðrar köfunarferðir og PADI-köfunarnámskeið.

Fyrr í sumar var snorklferðin þeirra í Silfru valin á „Best of the Best“ lista Tripadvisors þar sem finna má þær snorkeling vörur í heiminum sem hafa fengið hæstu einkunnir og var þetta í þriðja skiptið í röð sem ferðin kemst á þennan lista.

Höskuldur Elefsen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segist stoltur af teyminu sínu og árangrinum og telur þetta vera Íslandsmet í fjölda fimm stjörnu umsagna.

Að snorkla í Silfru er einstök upplifun.
Að snorkla í Silfru er einstök upplifun. Ljósmynd/Dive.is

Eiga sinn allra besta dag 

„Ég er ákaflega stoltur af árangri okkar inni á Tripadvisor,“ segir framkvæmdastjórinn Höskuldur í samtali við mbl.is.

„Þetta er afraksturinn af því að hafa landsliðsteymi í vinnu í fyrirtækinu og geta boðið upp á einstaka upplifun í Silfru. Það er nokkuð ljóst að margir af okkar viðskiptavinum eiga sinn allra besta dag í Silfru og þeir gefa sér glaðir tíma til þess að skrifa okkur falleg orð eftir ferðina.

Að fá svona margar góðar umsagnir hefur tekið mörg ár. Nú erum við komin yfir 10.000 fimm stjörnu umsagnir og það hlýtur að vera Íslandsmet í fjölda góðra umsagna,“ segir Höskuldur.

Nemendur á köfunarnámskeiði Dive.is.
Nemendur á köfunarnámskeiði Dive.is. Ljósmynd/Dive.is

Köfunarnámskeið fyrir Íslendinga

Fyrirtækið er svokallað 5 stjörnu PADI IDC Center og bíður upp á öll helstu PADI köfunarnámskeið, frá byrjendanámskeiðum upp í  köfunarkennaranámskeið.

„Við byrjuðum nýlega að bjóða upp á námskeið sem við köllum útlandapakkann. Það virkar þannig að þú klárar fyrstu tvo hlutana af námskeiðinu hér heima, bóklegt nám á netinu og verklegar æfingar í Ásvallalaug en klárar svo þriðja og síðasta hlutann, útikafanirnar, með öðru PADI Dive Center þar sem þér hentar, til dæmis erlendis næst þegar þú ert á Tenerife í fríinu þínu,“ bætti Höskuldur léttur við í samtali við mbl.is.

Vatnið í Silfru er eitt það tærasta á landinu.
Vatnið í Silfru er eitt það tærasta á landinu. Ljósmynd/Verdes
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert