Ísland á lista yfir bestu staði til að bera upp bónorð

Hvaða stað lýst þér best á?
Hvaða stað lýst þér best á? Samsett mynd

Að bera upp bónorðið er eitt af stærstu augnablikunum í lífinu og eitthvað sem margir bíða eftir að upplifa. Ein vinsælasta leiðin til að fara á skeljarnar er á ferðalagi erlendis og hefur ferðatímaritið Condé Nast Traveller valið sína uppáhaldsstaði í heiminum þar sem best sé að biðja um hönd þess sem þú elskar. 

Ein af fegurstu náttúruperlum Íslands náði inn á listann en tuttugu spennandi og töfrandi staðir urðu fyrir valinu. 

Lake Tekapo - Nýja Sjáland

Lake Tekapo er rómað fyrir litafegurð og einstaka náttúru. Svæðisgarðurinn er í fullum blóma undir árslok þegar bleikar og fjólubláar lúpínur spretta upp og fegra svæðið. 

Litafegurðin er ómótstæðileg.
Litafegurðin er ómótstæðileg. Ljósmynd/Nareeta Martin

Lucky Bay Beach - Ástralía 

Í Vestur-Ástralíu er að finna eitthvað af fallegustu þjóðgörðum álfunnar en Lucky Bay Beach er hluti af Cape Le Grand þjóðgarðinum. Þar er að finna hvítar og hreinar sandstrendur, túrkísblátt hafið og villtar kengúrur sem mögulega hoppa framhjá þegar þú ferð á skeljarnar.

Þarna er ekki leiðinlegt að eyða tíma með ástinni sinni.
Þarna er ekki leiðinlegt að eyða tíma með ástinni sinni. Ljósmynd/Ben Carless

Pyrgos Castle - Santorini, Grikkland

Santorini er frábær eyja fyrir þá sem vilja eyða stundum með ástinni sinni. Það er nóg í boði á eyjunni en Condé Nast mælir með heimsókn í Pyrgos-kastalann, kastalarústir í hæsta þorpi Santorini, og er það töfrandi upplifun. Þaðan er hægt að fylgjast með ferskjulituðu sólsetrinu, opna kampavínsflösku og skála fyrir komandi tímum. 

Yndisleg upplifun.
Yndisleg upplifun. Ljósmynd/Vincent Giersch

Turtle Island - Fiji

Turtle Island er hluti af Yasawa-eyjum á Fiji. Sólríki staðurinn er þekktur fyrir að búa yfir fallegum ströndum og litríku sjávarlífi. Á eyjunni er að finna aðeins eitt hótel með gistiplássi fyrir 14 pör og mega gestir því búast við ómældri friðsæld og náttúrufegurð. 

Friðsæld og fegurð.
Friðsæld og fegurð. Ljósmynd/Max

Fellsfjara á Breiðamerkursandur - Ísland

Svarta ströndin, sem margir þekkja undir nafninu „Diamond Beach“, laðar til sín mörgþúsund ferðamenn árlega. Ströndin er fræg fyrir ísjaka sem ferðast frá Jökulsárlóni og líkjast þeir demöntum. Það er því upplagt að bera upp bónorðið umvafinn „demöntum“.

Ómæld fegurð á Íslandi.
Ómæld fegurð á Íslandi. Ljósmynd/journaway Rundreisen

The Lofoten Islands - Noregur

Norðurljósin eru eitt fallegasta náttúrufyrirbæri í heimi og eitthvað sem hefur heillað mannkynið um árabil. Lofoten-eyjar í Noregi eru fullkominn staður til þess að horfa á ljósin dansa á fögru kvöldi og má segja að bónorðið sé skrifað í skýin á slíku augnabliki. 

Að upplifa norðurljósin er æðislegt.
Að upplifa norðurljósin er æðislegt. Ljósmynd/Johny Goerend

Chureito Pagoda - Japan

Chureito Pagoda er helgistaður sem var reistur árið 1963 og er staðsettur við norðurhluta Mt. Fuji. Staðurinn er friðarminnisvarði til minningar um íbua Fujiyoshida sem létust í stríðum frá miðri 19. öld fram að seinni heimsstyrjöldinni. Chureito Pagoda er umvafinn kirsuberjatrjám og er heimsókn þangað falleg og eftirminnileg upplifun.

Að ganga um Chureito Pagoda er einstök upplifun.
Að ganga um Chureito Pagoda er einstök upplifun. Ljósmynd/Willian Justen de Vasconcellos

Aðrir staðir á listanum eru:

  • Polin Beach - Skotland
  • Dune 45 - Namibía
  • Lake Pehoé in Torres del Paine National Park - Chile
  • Salar de Uyuni - Bólivía
  • Caño Cristales - Kólumbía
  • Yosemite þjóðgarðurinn - Bandaríkin
  • Raja Ampat - Indónesía 
  • Slieve League Cliffs - Írland
  • Lagh de Calvaresc - Sviss
  • Isabella plantekran - England
  • Skyline Trail - Kanada
  • Chobe River - Botswana
  • Villa Cimbrone Gardens - Ítalía
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert