Dreifði ösku bróður síns í sundlaugaklúbbi á Ibiza

Ljósmynd/Pexels/Zachary DeBottis

Kona nokkur hefur vakið mikla reiði á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni fór í dreifingu þar sem hún sést dreifa ösku látins bróður síns í sundlaug á klúbbi á Ibiza.

Myndskeiðinu deildi konan fyrst sjálf á TikTok-reikningi sínum, en þar sést hún dansa við tónlist í sundlaugapartíi áður en hún hellir ösku ofan í troðfulla laugina. Atvikið átti sér stað á hinum fræga sundlaugaklúbbi Ushiaia, en við myndskeiðið skrifaði hún: „Bara ég að strá bróður mínum um Ushiaia.“

Myndskeiðið hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og vakið mikla reiði og óhug hjá fólki, en margir hafa gagnrýnt konuna harðlega. Hins vegar voru aðrir sem sáu ekkert athugavert við gjörðir konunnar á meðan fjölmargir veltu því fyrir sér hvernig henni tókst að smygla duftkerinu framhjá öryggisvörðum klúbbsins. 

@dailymail Woman sparks outrage after spreading her brother’s ashes in an Ibiza club pool #viral #fyp #outrage #shocking #ashes #ibiza #ushuaia #ushuaiaibiza ♬ original sound - Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert