Það virðist vera heilmikið Íslendingastuð í New York-borg í Bandaríkjunum um þessar mundir.
Rithöfundurinn Ragnar Jónasson og forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, eru stödd í New York-borg og komu fram á viðburði í gær þar sem þau sögðu stútfullum sal í Scandinavia House frá bók sinni Reykjavík í gær.
Þar hittu þau Elizu Reid forsetafrú sem kom fram í pallborði á Clinton heimsþinginu sem fór fram í borginni fyrr í vikunni.
Ragnar og Katrín voru þó ekki einu Íslendingarnir sem rákust á Elizu, en þær Ragneiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra eru einnig staddar í New York borg.
Þær fengu líka mynd af sér með Elizu og birti Ragnheiður Elín skemmtilega færslu um hittinginn á Facebook.